Spá því að Patrick Mahomes, Aaron Donald og nafni hann Rodgers verði bestir í vetur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2021 10:31 Patrick Mahomes mun eiga hörku tímabil ef sérfræðingar ESPN hafa rétt fyrir sér. Jamie Squire/Getty Images Það styttist í að ameríski fótboltinn fari að rúlla á nýjan leik og NFL-deildin hefjist á nýjan leik. Samkvæmt helstu spámönnum vestanhafs verður Patrick Mahomes besti leikmaður deildarinnar í vetur. NFL-deildin fer af stað 10. september þegar ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers mæta Dallas Cowboys. Verður deildin á sínum stað á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn sérfræðingar ESPN telja að verði bestir í vetur. Á vef ESPN má í raun finna lista með þeim 100 leikmönnum sem munu skara fram úr. Alls komu 50 sérfræðingar að gerð listans. Athygli vekur að Tom Brady er aðeins í 20. sæti og T. J. Watt, tengdasonur Íslands, er í 6. sæti. Who will be the best players in the 2021 season? We asked a panel of 50 experts to rank the top 100 https://t.co/dGm047fMGR pic.twitter.com/YhKxtyPiiZ— ESPN (@espn) August 30, 2021 1.Patrick Mahomes (Kansas City Chiefs) Hinn 25 ára Mahomes átti erfitt uppdráttar í leiknum um Ofurskálina þar sem varnarleikur Chiefs var ekki upp á marga fiska og leikstjórnandinn lunkni var einnig að glíma við meiðsli. Chiefs hafa tekið til í varnarleiknum hjá sér og gætu alls hafa sótt fimm nýja byrjunarliðsmenn. Það má því ætla að Mahomes verði í banastuði í vetur. 2.Aaron Donald (Los Angeles Rams) Hinn 30 Donald hefur þrívegis verið valinn varnarmaður ársins í deildinni. Hann varð þrítugur í sumar og hefur gefið það út að aldurinn sé farinn að segja til sín. Sérfræðingar ESPN telja það ekki að það muni hafa teljandi áhrif á frammistöðu hans í vetur. 3.Aaron Rodgers (Green Bay Packers) Hinn 37 ára gamli Rodgers er enn í leit að sínum öðrum hring eftir að hafa stýrt Packers til sigurs árið 2010. Það er ljóst að Green Bay á mun meiri möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina með Rodgers innanborðs heldur en ekki. Líkurnar á að liðið komist í úrslitakeppnina eru 70 prósent með Rodgers sem leikstjórnandi en aðeins 24 prósent án hans. 4.Russell Wilson (Seattle Seahawks) Hinn 32 ára gamli Wilson er enn einn leikstjórnandinn á listanum. Sérfræðingar ESPN telja að sóknarleikur Seattle muni ganga betur fyrir sig í vetur og hrunið á síðari hluta síðustu leiktíðar muni ekki hafa áhrif á frammistöðu Wison né liðsins í heild sinni. 5.Tyreek Hill (Kansas City Chiefs) Hinn 27 ára gamli Hill er annar leikmaður Chiefs á topp fimm lista ESPN og ljóst að það er mikil pressa á liðinu. Hill er talinn með betri útherjum deildarinnar og án efa sá besti – enda sá eini – í leikmannahóp Chiefs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
NFL-deildin fer af stað 10. september þegar ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers mæta Dallas Cowboys. Verður deildin á sínum stað á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá hvaða fimm leikmenn sérfræðingar ESPN telja að verði bestir í vetur. Á vef ESPN má í raun finna lista með þeim 100 leikmönnum sem munu skara fram úr. Alls komu 50 sérfræðingar að gerð listans. Athygli vekur að Tom Brady er aðeins í 20. sæti og T. J. Watt, tengdasonur Íslands, er í 6. sæti. Who will be the best players in the 2021 season? We asked a panel of 50 experts to rank the top 100 https://t.co/dGm047fMGR pic.twitter.com/YhKxtyPiiZ— ESPN (@espn) August 30, 2021 1.Patrick Mahomes (Kansas City Chiefs) Hinn 25 ára Mahomes átti erfitt uppdráttar í leiknum um Ofurskálina þar sem varnarleikur Chiefs var ekki upp á marga fiska og leikstjórnandinn lunkni var einnig að glíma við meiðsli. Chiefs hafa tekið til í varnarleiknum hjá sér og gætu alls hafa sótt fimm nýja byrjunarliðsmenn. Það má því ætla að Mahomes verði í banastuði í vetur. 2.Aaron Donald (Los Angeles Rams) Hinn 30 Donald hefur þrívegis verið valinn varnarmaður ársins í deildinni. Hann varð þrítugur í sumar og hefur gefið það út að aldurinn sé farinn að segja til sín. Sérfræðingar ESPN telja það ekki að það muni hafa teljandi áhrif á frammistöðu hans í vetur. 3.Aaron Rodgers (Green Bay Packers) Hinn 37 ára gamli Rodgers er enn í leit að sínum öðrum hring eftir að hafa stýrt Packers til sigurs árið 2010. Það er ljóst að Green Bay á mun meiri möguleika á að komast í leikinn um Ofurskálina með Rodgers innanborðs heldur en ekki. Líkurnar á að liðið komist í úrslitakeppnina eru 70 prósent með Rodgers sem leikstjórnandi en aðeins 24 prósent án hans. 4.Russell Wilson (Seattle Seahawks) Hinn 32 ára gamli Wilson er enn einn leikstjórnandinn á listanum. Sérfræðingar ESPN telja að sóknarleikur Seattle muni ganga betur fyrir sig í vetur og hrunið á síðari hluta síðustu leiktíðar muni ekki hafa áhrif á frammistöðu Wison né liðsins í heild sinni. 5.Tyreek Hill (Kansas City Chiefs) Hinn 27 ára gamli Hill er annar leikmaður Chiefs á topp fimm lista ESPN og ljóst að það er mikil pressa á liðinu. Hill er talinn með betri útherjum deildarinnar og án efa sá besti – enda sá eini – í leikmannahóp Chiefs. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira