Svíþjóð eina taplausa liðið í B-riðli eftir sigur gegn Spánverjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander Isak skoraði fyrra mark Svía.
Alexander Isak skoraði fyrra mark Svía. Gonzalo Arroyo - UEFA/UEFA via Getty Images

Svíar og Spánverjar áttust við í uppgjöri toppliða B-riðils í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar eru nú einir á toppi riðilsins eftir sterkan 2-1 sigur.

Carlos Soler kom Spánverjum yfir strax á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá Jordi Alba, en Alexander Isak jafnaði metin rétt um mínútu seinna eftir mistök í vörn Spánverja.

Spánverjar stjórnuðu restinni af fyrri hálfleik, en náðu ekki að bæta við marki fyrir hlé. Staðan var því 1-1 þegar að flautað var til hálfleiks.

Spánverjar héldu áfram að stjórna leiknum í seinni hálfleik, en það voru þó Svíarnir sem náðu að koma boltanum í netið þegar að Viktor Claesson skoraði eftir stoðsendingu frá Dejan Kulusevski.

Mark Claesson reyndist seinasta mark leiksins og þar af leiðandi sigurmark Svía sem eru nú einir á toppi B-riðils með níu stig eftir þrjá leiki. Spánverjar hafa leikið einum leik meira og eru með sjö stig í öðru sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira