Bílatryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 14:41 Runólfur Ólafsson er formaður FÍB. vísir/baldur Bílatryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði umferðarslysum og slösuðum einstaklingum í umferðinni fækkar. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir tryggingarfélögin, lífeyrissjóðina og fjármálaeftirlitið fyrir að leyfa þessari þróun að viðgangast. „Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur. Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Sjá meira
„Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur.
Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Sjá meira