Efling iðn- og tæknináms – eða hvað? Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 2. september 2021 13:30 Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skóla - og menntamál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Sjaldan er talað jafn mikið um eflingu iðn- og tæknináms líkt og í aðdraganda kosninga eða á hátíðardögum. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að styðja við bakið á þeim sem velja sér þá leið að fara í rafiðnaðarnám enda hefur verið skortur á rafiðnaðarfólki á íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Með útgáfu á rafrænu kennsluefni sem notað er við kennslu í iðn- og verkmenntaskólum höfum við dregið verulega úr þeim kostnaði sem lendir á nemendum í okkar greinum. Allar götur síðan 2016 hafa samtök í rafiðnaði, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka, staðið fyrir því að gefa öllum nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvur til þess að tryggja jafnt aðgengi að rafrænu námsefni í skólanum. Nú hafa verið gefnar um 3.000 spjaldtölvur og enn bætist í hópinn. Það er verulega jákvætt að sjá að aðsókn í námið hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2016 og sjáum við um helmings aukningu á fjölda rafiðnnema frá 2017 til síðasta vetrar. En þrátt fyrir þessa aukningu þá er fyrirséð að skortur er á iðn- og tæknimenntuðum einstaklingum á vinnumarkaði. Betur má ef duga skal! Á sama tíma og okkur hefur tekist að auka aðsókn í iðn- og tækninám þá verðum við vitni að því að gríðarlegum fjölda nemenda er vísað frá, fá ekki pláss í skólakerfinu vegna mikillar aðsóknar. Um 700 manns komust ekki að vegna plássleysis eða skorts á fjármagni í menntakerfinu. Erum við að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi? Nei, nú er staðan sú að þeir einstaklingar sem fara beint í bóknám eftir grunnskóla og stefna á iðn- og tækninám að loknu stúdentsprófi komast ekki að sökum takmarkana á fjölda námsplássa í skólum. Nú er lag að tryggja nægt fjármagn til iðnnámsgreina þannig að iðn- og verknámsskólar hafi burði til þess að bjóða öllum sama aðgengi að iðn- og tækninámi. Það er skortur á iðn- og tæknimenntuðu fólki á íslenskum vinnumarkaði og þá ber okkur sem samfélagi að bregðast við og auka framboðið í skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun