Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldislaxar sleppi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. september 2021 18:26 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. vísir/vilhelm Laxeldisframleiðsla á Íslandi hefur meira en fjórfaldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður. Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður.
Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira