Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldislaxar sleppi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. september 2021 18:26 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. vísir/vilhelm Laxeldisframleiðsla á Íslandi hefur meira en fjórfaldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður. Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður.
Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira