Fótbolti

Erfitt að snerta á þessu án þess að henda einhverjum undir lestina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Árnason á fundinum í dag.
Kári Árnason á fundinum í dag. vísir/vilhelm

Reynsluboltinn Kári Árnason sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag ásamt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Kári var meðal annars spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að taka leikmann úr hópnum.

„Þetta er eldfimt mál. Hvað getur maður sagt? Það er erfitt að snerta á þessu án þess að kasta einhverjum undir lestina og ég held að það sé best að gera það ekki,“ sagði Kári og þar við sat.

Kári spilar hugsanlega sína síðustu landsleiki í komandi leikjatörn en hann ætlar að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins. Næstu leikir eru svo í október og óvíst hvort Kári verði með þá.

„Við verðum vonandi í bikarúrslitum og ég því enn að æfa í október og ekki hættur. Við verðum bara að sjá til hvort ég klári núna eða í október.“


Tengdar fréttir

Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri

Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×