Enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi? Árni Múli Jónasson skrifar 1. september 2021 09:01 Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ættingi minn, sem er mikill áhugamaður um umhverfisvernd og fylgist því náið með þeim málum, sagði við mig um daginn: „Þótt ýmislegt sé bitastætt í nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er hún er um of samansafn af viljayfirlýsingum án alvöru árangursmælikvarða og víkur sér fimlega hjá mörgu því sem er óþægilegt og ekki til vinsælda hjá atvinnurekendum. Opinberir fjármunir í loftslagsmálin, líklega mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma, eru heldur í engu samhengi við mikilvægið. Samkvæmt fjárlögum fara liðlega 5 milljarðar í „náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu“ meðan 6 milljarðar fara í stjórnsýslu umhverfismála eina og sér. Loftslagsmálin hafa ekki einu sinni eigin línu í fjárlögum!“ Ég gat ekki annað en tekið undir þessi orð og að þetta væri vægast sagt furðulegt. Hann bætti svo við: „Það vantar alveg flokk á Íslandi sem er helgaður langstærsta viðfangsefni nútímans, viðfangsefni sem snýst um hvers konar framtíð mannkynið ætlar börnum sínum. Á Íslandi er engan alvöru græningjaflokk að finna. Að vísu kallar einn flokkur sig grænan og annar flaggar græna litnum og kornaxi í skjaldarmerki, en það er eiginlega allt og sumt. Enginn flokkur sem á fulltrúa á Alþingi hefur kynnt stefnu eða boðað róttækar aðgerðir af því tagi sem gæfu til kynna að þessi málaflokkur væri settur öðrum hærra.“ Ég andmælti því harðlega að það væri enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er róttækur umhverfisverndarflokkur. Í stefnu flokksins í umhverfis- og loftslagsmálum segir m.a.: „Að litið sé á umhverfis- og loftlagsmál sem mannúðarmál er varðar réttindi komandi kynslóða til lífs. Það skal því vera skylda stjórnvalda að vernda náttúru og lífríki og löggjafinn nýttur til þess í hvívetna.“ „Að lýst sé yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og skulu íslensk yfirvöld bregaðst við þeim vanda hratt og örugglega og í samvinnu við umheiminn.“ „Að horfið sé frá kapítalísku hagkerfi og leiðum nýfrjálshyggjunnar til að takast á við umhverfismál og að fundnar verði heildrænar lausnir þar sem ábyrgðin og áherslan er fyrst og fremst sett á ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.“ „Að litið sé á umhverfismál sem sameignlega hagsmuni allra jarðarbúa með því að skoða og taka tillit til hnattrænna vistspora og raunverulegs kostnaðar framleiðslu og áhrif hennar á fólk og lífríki fjarlægari landa ekki síður en nærumhverfis.“ Kynntu þér stefnu Sósíalistaflokksins í umhverfis- og loftslagsmálum (https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/umhverfis-og-loftslagsmal/) og kjóstu flokk sem lítur á rétt fólks nú og í framtíðinni til óspilltrar náttúru og heilsusamlegs umhverfis sem mikilvægt mannréttindamál og mun aldrei láta græðgi fárra, hálfkák og kjarkleysi stjórna afstöðu sinni í umhverfis- og loftslagsmálum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun