Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2021 19:23 Stjórnin byrjaði að funda í hádeginu í dag og hóf svo fjarfund klukkan 17. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að stjórn KSÍ ræði hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í ljósi viðburða síðustu daga. Sjálf sagði Borghildur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hafi íhugað að stíga til hliðar og raunar hafi allir sitjandi stjórnarmeðlimir boðið fram afsögn. Lausnin væri hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Borghildi í kvöld. Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, vildi lítið tjá sig um stöðu mála þegar Vísir greip hann á miðjum fundi. Áfram sé fundað og ekki sjái ekki fyrir endann á fundaröð dagsins. Valgeir segir að líklega sé von á frekari upplýsingum frá stjórninni síðar í kvöld. Hann vildi ekki staðfesta hvort stjórnin íhugaði að stíga til hliðar eftir vendingar síðustu daga. „Ég ætla bara að leyfa þessum fundi að klárast áður en ég tjái mig,“ segir hann í samtali við Vísi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en kallað hefur verið eftir því að breytingar verði sömuleiðis gerðar á stjórn sambandsins til að endurheimta traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), samtaka félaga í efstu deildum, krefst þess til að mynda að stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri pakki saman og fari úr Laugardalnum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta.Stöð 2 Nærri öll félög í landinu krefjist sterkari aðgerða „Þetta er ekki bara ÍTF, þetta eru nánast öll félögin í landinu sem hafa krafist þess að gripið verði til sterkari aðgerða og við eigum ekki von á öðru nema að stjórnin verði við því,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá geri samtökin kröfu um að kallað verði til aukaþings hjá KSÍ. „Þá mun fólk bjóða sig fram og endurnýja umboð sitt. Þá getum við hafið þetta umbótaferli með hreina stjórn.“ Hann segir þá ljóst að ráðast þurfi í miklar umbætur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það sé ekki bundið við KSÍ. „Ég held að það segi sig sjálft að það verða allir verkferlar að uppfærast og félögin þar á meðal, að líta í eigin barm. Þetta er augljóslega mál sem snertir okkur öll og það verða allir að axla ábyrgð í þessum málum og líta inn á við.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21 Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að stjórn KSÍ ræði hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í ljósi viðburða síðustu daga. Sjálf sagði Borghildur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hafi íhugað að stíga til hliðar og raunar hafi allir sitjandi stjórnarmeðlimir boðið fram afsögn. Lausnin væri hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Borghildi í kvöld. Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, vildi lítið tjá sig um stöðu mála þegar Vísir greip hann á miðjum fundi. Áfram sé fundað og ekki sjái ekki fyrir endann á fundaröð dagsins. Valgeir segir að líklega sé von á frekari upplýsingum frá stjórninni síðar í kvöld. Hann vildi ekki staðfesta hvort stjórnin íhugaði að stíga til hliðar eftir vendingar síðustu daga. „Ég ætla bara að leyfa þessum fundi að klárast áður en ég tjái mig,“ segir hann í samtali við Vísi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en kallað hefur verið eftir því að breytingar verði sömuleiðis gerðar á stjórn sambandsins til að endurheimta traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), samtaka félaga í efstu deildum, krefst þess til að mynda að stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri pakki saman og fari úr Laugardalnum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta.Stöð 2 Nærri öll félög í landinu krefjist sterkari aðgerða „Þetta er ekki bara ÍTF, þetta eru nánast öll félögin í landinu sem hafa krafist þess að gripið verði til sterkari aðgerða og við eigum ekki von á öðru nema að stjórnin verði við því,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá geri samtökin kröfu um að kallað verði til aukaþings hjá KSÍ. „Þá mun fólk bjóða sig fram og endurnýja umboð sitt. Þá getum við hafið þetta umbótaferli með hreina stjórn.“ Hann segir þá ljóst að ráðast þurfi í miklar umbætur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það sé ekki bundið við KSÍ. „Ég held að það segi sig sjálft að það verða allir verkferlar að uppfærast og félögin þar á meðal, að líta í eigin barm. Þetta er augljóslega mál sem snertir okkur öll og það verða allir að axla ábyrgð í þessum málum og líta inn á við.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21 Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32
Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21
Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32