Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 0-1| Aerial Chavarin hetja Keflavíkur Andri Már Eggertsson skrifar 30. ágúst 2021 20:33 Keflavík vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni í kvöld. Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum. Aerial Chavarin, gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti, þær mættu hátt upp á völlinn sem skilaði þeim tveimur fínum marktækifærum sem þær hefðu getað útfært betur. Á 9. mínútu gerði Aerial Chavarin fyrsta mark leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir átti þar hornspyrnu, fyrirgjöf Anítu hafði viðkomu í Amelíu Rún Fjeldsted, þaðan fór boltinn beint til Aerial Chavarin sem þrumaði boltanum í markið. Eftir að Keflavík komst yfir lögðust þær til baka og fengu þá Tindastól ofar á völlinn. Tindastóll skapaði sér nokkur færi en Tiffany Sornpao stóð vaktina vel í marki Keflavíkur. Kristrún Ýr Holm virtist vera að koma gestunum í tveggja marka forystu þegar hún náði að reka tánna í fyrirgjöf úr aukaspyrnu en flaggið fór á endanum á loft þar sem rangstaða var dæmd. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru tíðindalitlar og var Keflavík marki yfir þegar flautað var til hálfleiks. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik tók Ísabel Jasmín Almarsdóttir hornspyrnu sem endaði með marki en aftur var mark tekið af Keflavík, í þetta sinn braut Kristrún Ýr Holm á Amber Kristin Michel markverði Tindastól. Dómararnir voru vissir í sinni sök og um engan vafa að ræða. Keflavík hélt áfram að herja að marki Tindastóls. Áfram héldu hornspyrnur að skapa usla í teig heimakvenna, að þessu sinni átti Natasha Moraa Anasi góðan skall en María Dögg Jóhannesdóttir bjargaði á línu. Það færðist síðan líf í spilamennsku Tindastóls undir lok leiks enda eru þær að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Laura-Roxana Rus átti skot í þverslánna en þar við sat og gaf Keflavík ekki fleiri færi á sig heldur héldu þær boltanum á vallarhelmingi Tindastóls. Keflavík vann leikinn á endanum 0-1. Af hverju vann Keflavík Í kvöld fékk Keflavík, töluvert fleiri færi heldur en Tindastóll. Þær skoruðu þrjú mörk í leiknum en aðeins eitt fékk að gilda. Sóknarleikur liðsins var sérstaklega vel útfærður ásamt föstum leikatriðum sem sköpuðu alltaf hættu inn í teig Tindastóls. Hverjar stóðu upp úr? Aerial Chavarin gerði sigurmark leiksins. Í markinu gerði hún vel í að átta sig á aðstæðum og var hún fyrst að kveikja á því hvert boltinn myndi lenda þegar boltinn fór í Amelíu Rún Fjeldsted og breytti um stefnu. Markmenn beggja liða áttu góðan dag milli stanganna. Þó Amber Kristin Michel hafi fengið á sig mark var hún stór ástæða þess að mörk Keflavík yrðu ekki fleiri. Það reyndi ekki eins mikið á Tiffany Sornpao í marki Keflavík. Tindastóll skapaði þó sér nokkur færi sem Tiffany gerði vel í að verja. Hvað gekk illa? Á löngum köflum í seinni hálfleik var ekki að sjá að Tindastóll væri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Það var oft lítil áhugi fyrir því að halda í boltann og reyna setja gestina undir pressu. Tindastóll réði illa við föstu leikatriði Keflavíkur, hvort sem það var hornspyrna eða aukaspyrna myndaðist nánast alltaf einhver hætta inn í teig heimakvenna. Hvað gerist næst? Næsta laugardag klukkan 14:00 fer fram heil umferð í Pepsi Max deild kvenna. Keflavík fá Val í heimsókn á Nettó-völlinn. Tindastóll fer á Jáverk-völlinn og mæta Selfoss. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF
Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum. Aerial Chavarin, gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti, þær mættu hátt upp á völlinn sem skilaði þeim tveimur fínum marktækifærum sem þær hefðu getað útfært betur. Á 9. mínútu gerði Aerial Chavarin fyrsta mark leiksins. Aníta Lind Daníelsdóttir átti þar hornspyrnu, fyrirgjöf Anítu hafði viðkomu í Amelíu Rún Fjeldsted, þaðan fór boltinn beint til Aerial Chavarin sem þrumaði boltanum í markið. Eftir að Keflavík komst yfir lögðust þær til baka og fengu þá Tindastól ofar á völlinn. Tindastóll skapaði sér nokkur færi en Tiffany Sornpao stóð vaktina vel í marki Keflavíkur. Kristrún Ýr Holm virtist vera að koma gestunum í tveggja marka forystu þegar hún náði að reka tánna í fyrirgjöf úr aukaspyrnu en flaggið fór á endanum á loft þar sem rangstaða var dæmd. Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru tíðindalitlar og var Keflavík marki yfir þegar flautað var til hálfleiks. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik tók Ísabel Jasmín Almarsdóttir hornspyrnu sem endaði með marki en aftur var mark tekið af Keflavík, í þetta sinn braut Kristrún Ýr Holm á Amber Kristin Michel markverði Tindastól. Dómararnir voru vissir í sinni sök og um engan vafa að ræða. Keflavík hélt áfram að herja að marki Tindastóls. Áfram héldu hornspyrnur að skapa usla í teig heimakvenna, að þessu sinni átti Natasha Moraa Anasi góðan skall en María Dögg Jóhannesdóttir bjargaði á línu. Það færðist síðan líf í spilamennsku Tindastóls undir lok leiks enda eru þær að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Laura-Roxana Rus átti skot í þverslánna en þar við sat og gaf Keflavík ekki fleiri færi á sig heldur héldu þær boltanum á vallarhelmingi Tindastóls. Keflavík vann leikinn á endanum 0-1. Af hverju vann Keflavík Í kvöld fékk Keflavík, töluvert fleiri færi heldur en Tindastóll. Þær skoruðu þrjú mörk í leiknum en aðeins eitt fékk að gilda. Sóknarleikur liðsins var sérstaklega vel útfærður ásamt föstum leikatriðum sem sköpuðu alltaf hættu inn í teig Tindastóls. Hverjar stóðu upp úr? Aerial Chavarin gerði sigurmark leiksins. Í markinu gerði hún vel í að átta sig á aðstæðum og var hún fyrst að kveikja á því hvert boltinn myndi lenda þegar boltinn fór í Amelíu Rún Fjeldsted og breytti um stefnu. Markmenn beggja liða áttu góðan dag milli stanganna. Þó Amber Kristin Michel hafi fengið á sig mark var hún stór ástæða þess að mörk Keflavík yrðu ekki fleiri. Það reyndi ekki eins mikið á Tiffany Sornpao í marki Keflavík. Tindastóll skapaði þó sér nokkur færi sem Tiffany gerði vel í að verja. Hvað gekk illa? Á löngum köflum í seinni hálfleik var ekki að sjá að Tindastóll væri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Það var oft lítil áhugi fyrir því að halda í boltann og reyna setja gestina undir pressu. Tindastóll réði illa við föstu leikatriði Keflavíkur, hvort sem það var hornspyrna eða aukaspyrna myndaðist nánast alltaf einhver hætta inn í teig heimakvenna. Hvað gerist næst? Næsta laugardag klukkan 14:00 fer fram heil umferð í Pepsi Max deild kvenna. Keflavík fá Val í heimsókn á Nettó-völlinn. Tindastóll fer á Jáverk-völlinn og mæta Selfoss.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti