Bar kappið KSÍ ofurliði? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. ágúst 2021 09:30 Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga KSÍ Reykjavík Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun