Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 16:31 Stjórn nýju Rafíþróttadeildar Dímons, frá vinstri, Ellert Geir Ingvason, gjaldkeri, Ágúst Leó Sigurðsson, varamaður, Magnús Þór Einarsson, ritari og Harpa Mjöll Kjartansdóttir, sem er formaður. Á myndina vantar Axel Edílon Guðmundsson en hann er varamaður í stjórn og jafnframt yfirþjálfari. Sigmar Valur Gylfason er svo nýkominn til liðs við deildina og ætlar að vera þjálfari í vetur. Aðsend Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram. Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira