Treyjasala upp úr öllu valdi þökk sé Ed Sheeran Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 08:02 Ný treyja Ipswich Town er gríðarvinsæl þökk sé auglýsingu Ed Sheerans. Ipswich Town C-deildarlið Ipswich Town á Englandi hefur óvænt rokið upp lista yfir þau lið í landinu sem hafa selt flestar treyjur og er á meðal þeirra 20 efstu. Þar er að þakka miklum stuðningsmanni félagsins, tónlistarmanninum Ed Sheeran. Sheeran hefur stutt félagið frá barnæsku en það hefur verið í betri stöðu en í dag. Liðið var í úrvalsdeild í upphafi aldarinnar, á meðan Hermann Hreiðarsson lék með liðinu, og vann Evróputitil undir stjórn Sir Bobby Robson í upphafi níunda áratugarins. Síðusutu ár hafa hins vegar verið félaginu strembin og hefur liðið meira að segja átt í erfiðleikum með að finna almennilegan auglýsingasamning tengdan treyjum þess. Ed Sheeran hefur stutt Ipswich Town frá barnæsku.Ipswich Town Sheeran steig þar inn í sumar og keypti auglýsingu framan á treyjur liðsins. Þar má sjá tónleikaferðalag hans auglýst. Auglýsingin virðist hafa komið félaginu á kortið þar sem félagið hefur selt 156 prósent fleiri treyjur í sumar heldur en í fyrra. Treyjur eru nú uppseldar í vefsölu hjá félaginu og vinnur framleiðandinn Adidas hörðum höndum að því að framleiða fleiri treyjur. Liðið hefur selt flestar treyjur af öllum liðum í C-deildinni og er það í 17. sæti yfir flestar seldar treyjur á meðal enskra félaga í sumar. Úrvalsdeildarlið á við Burnley, Watford, Brighton og Southampton auk granna Ipswich í Norwich City, eru öll fyrir neðan liðið á listanum. Efst á lista er Chelsea og þar á eftir Liverpool. Arsenal er í þriðja sæti, Manchester City í því fjórða þar sem kaupin á Jack Grealish hafa haft sitt að segja, óvænt á undan Manchester United sem er í fimmta sæti. United mun þó vafalaust fara á topp listans áður en langt er um liðið vegna kaupa félagsins á Cristiano Ronaldo. Treyjur félagsins í Jóa útherja hér á Íslandi seldust hratt upp í gær eftir að kynnt var um skiptin. Enski boltinn England Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sjá meira
Sheeran hefur stutt félagið frá barnæsku en það hefur verið í betri stöðu en í dag. Liðið var í úrvalsdeild í upphafi aldarinnar, á meðan Hermann Hreiðarsson lék með liðinu, og vann Evróputitil undir stjórn Sir Bobby Robson í upphafi níunda áratugarins. Síðusutu ár hafa hins vegar verið félaginu strembin og hefur liðið meira að segja átt í erfiðleikum með að finna almennilegan auglýsingasamning tengdan treyjum þess. Ed Sheeran hefur stutt Ipswich Town frá barnæsku.Ipswich Town Sheeran steig þar inn í sumar og keypti auglýsingu framan á treyjur liðsins. Þar má sjá tónleikaferðalag hans auglýst. Auglýsingin virðist hafa komið félaginu á kortið þar sem félagið hefur selt 156 prósent fleiri treyjur í sumar heldur en í fyrra. Treyjur eru nú uppseldar í vefsölu hjá félaginu og vinnur framleiðandinn Adidas hörðum höndum að því að framleiða fleiri treyjur. Liðið hefur selt flestar treyjur af öllum liðum í C-deildinni og er það í 17. sæti yfir flestar seldar treyjur á meðal enskra félaga í sumar. Úrvalsdeildarlið á við Burnley, Watford, Brighton og Southampton auk granna Ipswich í Norwich City, eru öll fyrir neðan liðið á listanum. Efst á lista er Chelsea og þar á eftir Liverpool. Arsenal er í þriðja sæti, Manchester City í því fjórða þar sem kaupin á Jack Grealish hafa haft sitt að segja, óvænt á undan Manchester United sem er í fimmta sæti. United mun þó vafalaust fara á topp listans áður en langt er um liðið vegna kaupa félagsins á Cristiano Ronaldo. Treyjur félagsins í Jóa útherja hér á Íslandi seldust hratt upp í gær eftir að kynnt var um skiptin.
Enski boltinn England Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sjá meira