„Orðið fínt en brenn enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi í fjöldamörg ár. lögreglan Líney Rut Halldórsdóttir skilur sátt við ÍSÍ en hún lætur af starfi framkvæmdastjóra sambandsins 1. október. Hún segir að ákvörðunin að hætta hafi ekki verið tekin í flýti. „Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“ Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“
Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira