„Ég lofa miklu smjöri og rjóma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Eva Laufey hefur áður gefið út bækurnar Kökugleði Evu, Matargleði Evu og Í eldhúsi Evu. Vísir/Samsett Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran vinnur nú að nýrri bók. Um er að ræða kökubók og verður hún fjórða bók Evu Laufeyjar. Eva Laufey segir að bókin komi út fyrir jólin og ætlar að sýna meira frá bókinni næstu mánuði á meðan hún er í vinnslu. „Ég get ekki beðið eftir að segja og sýna ykkur betur frá bókinni. Ég lofa miklu smjöri og rjóma,“ skrifaði Eva Laufey í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má finna uppskrift frá Evu Laufey sem vakti mikla lukku hér á Vísi þegar hún birtist fyrst hjá okkur fyrir ári síðan. Bökuð ostakaka með kanileplum og crumble, borin fram með saltaðri karamellusósu. Ostakaka Evu Laufeyjar er sniðugur kostur í þessu haustveðri.Vísir/Eva Laufey Uppskrift Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna. Hellið fyllingunni ofan á kexbotninn. Afhýðið epli og skerið í litla bita, setjið í skál og stráið kanilsykri yfir. Dreifið eplabitum yfir fyllinguna. Setjið deigmulning yfir kökuna og bakið við 150°C í 40 mínútur. Kælið kökuna mjög vel og það er tilvalið að gera kökuna deginum áður en þið ætlið að bera hana fram. Hún þarf að vera köld þegar þið losið hana úr forminu og best er að nota smelluform. Áður en þið berið kökuna fram þá hellið þið vel af saltaðri karamellusósu yfir. Kökumulningur: 60 g smjör 50 g hveiti 50 g púðursykur 25 g haframjöl Aðferð: Setjið öll hráefnin í skál og notið hendurnar til þess að útbúa mulninginn. Dreifið yfir kökuna áður en hún fer inn í ofn. Söltuð karamellusósa: 2 dl sykur 3 msk smjör 1-2 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Hitið sykur á pönnu, um leið og hann byrjar að bráðna lækkið þá hitann og bíðið þar til hann er allur bráðinn (ekki snerta hann á meðan). Bætið smjörinu út á pönnuna og hrærið stöðugt, hellið rjómanum út smám saman og haldið áfram að hræra. Í lokin bætið þið sjávarsalti saman við og hellið sósunni í ílát. Leyfið sósunni að standa í svolitla stund áður en hún er borin fram en þá þykknar sósan og það verður betra að hella henni yfir kökuna. Eva Laufey er dugleg að birta uppskriftir, hugmyndir og góð ráð á Instagram. Matur Bókaútgáfa Eva Laufey Tengdar fréttir „Það er alltaf pláss fyrir þig“ Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran segir að flutningar á milli landshluta og landa í æsku hafi verið mikilvæg reynsla í því að aðlagast og þurfa að bjarga sér. Hún þurti reglulega að komast inn í nýja vinahópa og ný fótboltalið. 2. júlí 2021 06:00 Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun. 7. júní 2021 08:16 Öll ofnamistök keppendanna í Blindum bakstri Það gekk á ýmsu í baksturskeppninni Blindur bakstur síðustu vikur, þar sem tveir keppendur fylgdu Evu Laufey Kjaran í blindni í hverjum þætti. 14. maí 2021 10:02 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Eva Laufey segir að bókin komi út fyrir jólin og ætlar að sýna meira frá bókinni næstu mánuði á meðan hún er í vinnslu. „Ég get ekki beðið eftir að segja og sýna ykkur betur frá bókinni. Ég lofa miklu smjöri og rjóma,“ skrifaði Eva Laufey í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má finna uppskrift frá Evu Laufey sem vakti mikla lukku hér á Vísi þegar hún birtist fyrst hjá okkur fyrir ári síðan. Bökuð ostakaka með kanileplum og crumble, borin fram með saltaðri karamellusósu. Ostakaka Evu Laufeyjar er sniðugur kostur í þessu haustveðri.Vísir/Eva Laufey Uppskrift Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna. Hellið fyllingunni ofan á kexbotninn. Afhýðið epli og skerið í litla bita, setjið í skál og stráið kanilsykri yfir. Dreifið eplabitum yfir fyllinguna. Setjið deigmulning yfir kökuna og bakið við 150°C í 40 mínútur. Kælið kökuna mjög vel og það er tilvalið að gera kökuna deginum áður en þið ætlið að bera hana fram. Hún þarf að vera köld þegar þið losið hana úr forminu og best er að nota smelluform. Áður en þið berið kökuna fram þá hellið þið vel af saltaðri karamellusósu yfir. Kökumulningur: 60 g smjör 50 g hveiti 50 g púðursykur 25 g haframjöl Aðferð: Setjið öll hráefnin í skál og notið hendurnar til þess að útbúa mulninginn. Dreifið yfir kökuna áður en hún fer inn í ofn. Söltuð karamellusósa: 2 dl sykur 3 msk smjör 1-2 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Hitið sykur á pönnu, um leið og hann byrjar að bráðna lækkið þá hitann og bíðið þar til hann er allur bráðinn (ekki snerta hann á meðan). Bætið smjörinu út á pönnuna og hrærið stöðugt, hellið rjómanum út smám saman og haldið áfram að hræra. Í lokin bætið þið sjávarsalti saman við og hellið sósunni í ílát. Leyfið sósunni að standa í svolitla stund áður en hún er borin fram en þá þykknar sósan og það verður betra að hella henni yfir kökuna. Eva Laufey er dugleg að birta uppskriftir, hugmyndir og góð ráð á Instagram.
Matur Bókaútgáfa Eva Laufey Tengdar fréttir „Það er alltaf pláss fyrir þig“ Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran segir að flutningar á milli landshluta og landa í æsku hafi verið mikilvæg reynsla í því að aðlagast og þurfa að bjarga sér. Hún þurti reglulega að komast inn í nýja vinahópa og ný fótboltalið. 2. júlí 2021 06:00 Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun. 7. júní 2021 08:16 Öll ofnamistök keppendanna í Blindum bakstri Það gekk á ýmsu í baksturskeppninni Blindur bakstur síðustu vikur, þar sem tveir keppendur fylgdu Evu Laufey Kjaran í blindni í hverjum þætti. 14. maí 2021 10:02 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
„Það er alltaf pláss fyrir þig“ Fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran segir að flutningar á milli landshluta og landa í æsku hafi verið mikilvæg reynsla í því að aðlagast og þurfa að bjarga sér. Hún þurti reglulega að komast inn í nýja vinahópa og ný fótboltalið. 2. júlí 2021 06:00
Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun. 7. júní 2021 08:16
Öll ofnamistök keppendanna í Blindum bakstri Það gekk á ýmsu í baksturskeppninni Blindur bakstur síðustu vikur, þar sem tveir keppendur fylgdu Evu Laufey Kjaran í blindni í hverjum þætti. 14. maí 2021 10:02