Erlent

Hlé­barði réðst á þýskt módel í mynda­töku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konan er með alvarlega höfuðáverka eftir árásina.
Konan er með alvarlega höfuðáverka eftir árásina. Tobias Junghannß/Getty

Fyrirsæta á fertugsaldri er alvarlega slösuð eftir að hlébarði réðist á hana í myndatöku í dýragarði í Þýskalandi.

Myndatakan fór fram í dýragarði fyrir dýr sem hafa verið í sýningarbransanum en hún er sögð hafa verið inni í búri með tveimur hlébörðum, þeim Troy og Paris, þegar annar þeirra réðist á hana. Konan, sem er 36 ára gömul, var flutt á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka.

Fyrstu fregnir af árásinni sögðu að hlébarðinn hafi að lokinni árásinni sloppið úr búrinu sínu en það reyndist falskt. Yfirvöld í Saxlandi-Anhalt gáfu það út að almenningur væri ekki í hættu og að það sé nú til rannsóknar hvað hafi nákvæmlega gerst í dýragarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×