Kjartan Henry: Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:49 Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs. Vísir/Hulda Margrét KR fór og sótti þrjú stig á Akranes í kvöld þegar þeir mættu ÍA í Pepsi-Max deild karla. Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var glaður í leikslok. „Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira