Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2021 11:20 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent