Eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 21:07 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur segir aldrei of seint að fara huga að heilsunni. Vísir Samkvæmt nýlegri rannsókn er það mýta að það hægi á grunnbrennslu líkamans með aldrinum. Næringarfræðingur segir að þær lífsstílsbreytingar sem komi gjarnan með aldrinum hafi meiri áhrif á aukakílóin heldur en aldurinn í sjálfu sér. Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira