Millilandaflug fer úr skorðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir. Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir.
Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11