Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Þessir tveir skoruðu báðir mörk sem voru dæmd af í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12