Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2021 22:31 Virgil van Dijk á enn eftir að tapa heimaleik í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Catherine Ivill/Getty Images Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu. Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993. Enski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Sjá meira
Van Dijk er kominn aftur á gott ról eftir að hafa verið frá gott sem allt tímabilið í fyrra. Hann varð fyrir fyrir meiðslum í grannaslag Liverpool gegn Everton. Hann lék sinn fyrsta deildarleik á Anfield í tæpt ár er Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley um helgina og bætti þar við framúrskarandi árangur sinn á Anfield. Van Dijk hefur með leik helgarinnar spilað 48 heimaleiki fyrir Liverpool á Anfield í deildinni og ekki enn tapað leik. 43 leikjanna hafa unnist en fimm hafa farið jafntefli. 48 - Virgil van Dijk has now made 48 Premier League appearances for Liverpool at Anfield, losing none of those games (W43 D5); only Lee Sharpe played more home games for one club in the competition without losing any of them (59 with Manchester United). Charm. #LIVBUR pic.twitter.com/YwR6UHesV8— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2021 Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri heimaleiki fyrir eitt og sama liðið án þess að tapa leik. Það afrekaði Lee Sharpe með Manchester United. Hann lék 59 heimaleiki fyrir Manchester United án þess að tapa frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð þar til hann yfirgaf liðið árið 1996. Sharpe tapaði vitaskuld heimaleikjum í deild með United en gerði hann í gömlu ensku 1. deildinni, fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar. Sharpe lék með Manchester United frá 1988 til 1996 en gekk eftir það erfiðlega að fóta sig. Hann spilaði aðeins 30 leiki á þremur árum hjá Leeds United í kjölfarið, lék með Bradford frá 1999 til 2002 og samdi svo við lið Grindavíkur í úrvalsdeild karla á Íslandi sumarið 2003 eftir misheppnaða dvöl hjá Exeter. Lee Sharpe fagnar Evróputitli bikarhafa árið 1991.Simon Bruty/Allsport/Getty Images Sharpe entist ekki lengi hjá Grindavík, spilaði aðeins sjö deildarleiki, og tilkynnti að hann væri hættur knattspyrnuiðkun í júní 2003, aðeins 32 ára að aldri. Hann tók skóna stuttlega fram með Garforth United í utandeildinni ensku ári síðar þar sem hann lék sína síðustu fótboltaleiki. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi árið 1991 og vann þrjá Englandsmeistaratitla hjá Manchester United. Þá lék hann átta landsleiki fyrir England frá 1991 til 1993.
Enski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Sjá meira