Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 13:11 Tsai Ing-wen forseti fékk fyrsta skammt af innlenda bóluefni Medigen í dag. Vísir/EPA Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt. Heilbrigðisráðuneyti eyríkisins veitti heimild til að nota bóluefnið Medigen til notkunar í neyðartilvikum í síðasta mánuði þrátt fyrir að tilraunum á virkni og öryggi þess sé ekki lokið. Framleiðandi efnisins fullyrðir að engar áhyggjur séu af öryggi þess og að virknin sé að minnsta kosti jafngóð og bóluefnis AstraZeneca. Tsai Ing-wen, forseti, var bólusett með efninu á rannsóknastofu Medigen í dag en hún afþakkaði bóluefni Moderan og AstaZeneca til þess að geta veitt innlenda efninu opinberan stuðning sinn. Hún streymdi því beint á Facebook þegar hún fékk fyrri sprautuna af tveimur. Taívanir hafa verið tregir til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni til þessa en tafir á afhendingu bóluefna hafa einnig sett strik í reikning bólusetningaáætlana stjórnvalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aðeins 5% þjóðarinnar er fullbólusett en um 40% hafa fengið fyrri skammt bóluefnis. Medigen-bóluefnið er svonefnt prótínbóluefni sem er sagt svipa til bóluefnis bandaríska fyrirtækisins Novavax. Til stendur að ljúka þriðja og síðasta áfanga tilrauna með efnið í Paragvæ síðar á þessu ári. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Taívans hefur verið framarlega í flokki að draga öryggi innlenda bóluefnisins í efa. Tveir félagar í flokknum reyndu að fá neyðarleyfi þess ógilt fyrir dómstólum. Nú þegar hafa fleiri en 700.000 manns skráð sig til að fá bóluefni Medigen. Það er gefið í tveimur skömmum fyrir mánaðar millibili. Taívan Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti eyríkisins veitti heimild til að nota bóluefnið Medigen til notkunar í neyðartilvikum í síðasta mánuði þrátt fyrir að tilraunum á virkni og öryggi þess sé ekki lokið. Framleiðandi efnisins fullyrðir að engar áhyggjur séu af öryggi þess og að virknin sé að minnsta kosti jafngóð og bóluefnis AstraZeneca. Tsai Ing-wen, forseti, var bólusett með efninu á rannsóknastofu Medigen í dag en hún afþakkaði bóluefni Moderan og AstaZeneca til þess að geta veitt innlenda efninu opinberan stuðning sinn. Hún streymdi því beint á Facebook þegar hún fékk fyrri sprautuna af tveimur. Taívanir hafa verið tregir til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni til þessa en tafir á afhendingu bóluefna hafa einnig sett strik í reikning bólusetningaáætlana stjórnvalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aðeins 5% þjóðarinnar er fullbólusett en um 40% hafa fengið fyrri skammt bóluefnis. Medigen-bóluefnið er svonefnt prótínbóluefni sem er sagt svipa til bóluefnis bandaríska fyrirtækisins Novavax. Til stendur að ljúka þriðja og síðasta áfanga tilrauna með efnið í Paragvæ síðar á þessu ári. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Taívans hefur verið framarlega í flokki að draga öryggi innlenda bóluefnisins í efa. Tveir félagar í flokknum reyndu að fá neyðarleyfi þess ógilt fyrir dómstólum. Nú þegar hafa fleiri en 700.000 manns skráð sig til að fá bóluefni Medigen. Það er gefið í tveimur skömmum fyrir mánaðar millibili.
Taívan Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira