Innlent

Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Smáralind í Kópavogi er annar tveggja staða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Smáralind í Kópavogi er annar tveggja staða á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar. Vísir/Egill

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni.

Alþingiskosningarnar fara fram 25. september en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst hjá sýslumönnum á landinu 13. ágúst. 

Í tilkynningu frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að nú fari utankjörfundaratkvæðagreiðslan fram á 1. hæð í Smáralind, nálægt inngangi í norðaustuhluta, og á bíógangi á þriðju hæð Kringlunnar. 

Opið er alla daga vikunnar milli klukkan 10:00 og 22:00. Á kjördag verður aðeins opið í Smáralind frá 10:00 til 17:00 og eingöngu fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×