Erlent

Hleyptu af skotum fyrir utan flugvöllinn

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hermaður Talibana í Kabúl í dag. 
Hermaður Talibana í Kabúl í dag.  ap/Rahmat Gul

Her­menn Tali­bana beittu valdi og skutu skotum úr rifflum sínum upp í loft til að ná stjórn á að­stæðum við flug­völlinn í Kabúl í dag. Þúsundir Af­gana reyna að komast úr landi í gegn um völlinn til að flýja undan stjórn Tali­bana sem náðu völdum í Afgan­istan í byrjun vikunnar.

Minnst tuttugu hafa látist við flug­völlinn á síðast­liðinni viku, meðal annars sjö sem létust í troðningi sem skapaðist í gær þegar þúsundir reyndu að troða sér inn á flug­völlinn.

Tali­banar hafa verið með stjórn fyrir utan völlinn í dag og neytt fólk til að mynda skipu­legar raðir inn um dyr flug­vallarins. Sam­kvæmt frétt Reu­ters lést enginn þar í dag.

Tali­banar notuðu meðal annars kylfur og byssu­sköft sín til að lemja á fólki fyrir utan völlinn í dag og hleyptu þá af skotum úr rifflum sínum upp í loft.

Banda­ríkja­menn segjast hafa náð að koma mörgum borgurum sínum frá landinu í dag við þessar að­stæður, fleiri en í troðningnum í gær.


Tengdar fréttir

Ringul­reið við flug­völlinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist

Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×