Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 09:01 Anna Nordqvist lék frábærlega í gær. Charlie Crowhurst/R&A/R&A via Getty Images Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. Nordqvist átti stórbrotinn hring þar sem hún lék á 54 höggum, sjö undir pari vallar, sem var besti hringur mótsins til þessa. Hún fékk sjö fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Með árangrinum skaust hún upp úr 23.-30. sæti á toppinn. Nordqvist er á níu höggum undir pari en jöfn henni er hin danska Nanna Koertz Madsen sem lék á 57 höggum, fjórum undir pari, á Carnoustie í gær og er einnig á níu undir parinu í heildina. Lokahringur Opna breska meistaramótsins verður leikinn í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf. Madelene Sagstrom's putting is on fire The Swede makes a birdie at the 11th and joins the leaders on -7#AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/NPzKFS5JZZ— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Spennan er mikil á toppnum þar sem hin bandaríska Lizette Salas er aðeins höggi á eftir Norðurlandakonunum en hún var í 3.-4. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Hringur upp á tvö högg undir pari dugar henni til að vera ein í þriðja sæti á átta undir parinu. Tvær Norðurlandakonur til viðbótar koma þar á eftir. Hin sænska Madelene Sagström lék á þremur undir pari í gær og er á sjö undir pari í heildina. Sanna Nuutinen frá Finnlandi er með sama skor eftir að hafa leikið einu höggi betur en Sagström. What a putt and what a roar! Louise Duncan delights the home spectators at Carnoustie. Her dream week continues! #AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/B8s9BPgpe5— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 4.-7. sætinu deila með þeim tveimur Lexi Thompson frá Bandaríkjunum og heimakonan Louise Duncan. Sú hefur vakið athygli á mótinu en hún er skráð sem áhugamaður. Nýlega fagnaði hún sigri á Opna breska mótinu fyrir áhugamenn og var höggi frá toppnum eftir fyrsta hringinn. Duncan hefur nú skráð sig inn í toppbaráttuna fyrir lokahringinn í dag. Hin enska Georgia Hall, sem vann mótið árið 2018, var í forystu eftir annan hringinn ásamt Minu Harigae frá Bandaríkjunum. Harigae fataðist flugið í gær er hún lék á fjórum yfir pari og hrundi niður í 27.-32. sæti. The leaderboard heading into Sunday's final round!We are all set for an absolutely thrilling final day!Full scores here https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/MDavKY8qsF— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Hall er aðeins höggi á eftir Sagström, Nuutinen, Thompson og Duncan. Ólympíumeistarinn Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, er á sex höggum undir pari líkt og Hall, auk fimm annarra. Ljóst er að spennan verður mikil á lokahringnum í dag og sýnir hörkuhringur Nordqvist í gær að alls kyns sviptingar geta átt sér stað. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna breska Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Nordqvist átti stórbrotinn hring þar sem hún lék á 54 höggum, sjö undir pari vallar, sem var besti hringur mótsins til þessa. Hún fékk sjö fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Með árangrinum skaust hún upp úr 23.-30. sæti á toppinn. Nordqvist er á níu höggum undir pari en jöfn henni er hin danska Nanna Koertz Madsen sem lék á 57 höggum, fjórum undir pari, á Carnoustie í gær og er einnig á níu undir parinu í heildina. Lokahringur Opna breska meistaramótsins verður leikinn í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf. Madelene Sagstrom's putting is on fire The Swede makes a birdie at the 11th and joins the leaders on -7#AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/NPzKFS5JZZ— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Spennan er mikil á toppnum þar sem hin bandaríska Lizette Salas er aðeins höggi á eftir Norðurlandakonunum en hún var í 3.-4. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Hringur upp á tvö högg undir pari dugar henni til að vera ein í þriðja sæti á átta undir parinu. Tvær Norðurlandakonur til viðbótar koma þar á eftir. Hin sænska Madelene Sagström lék á þremur undir pari í gær og er á sjö undir pari í heildina. Sanna Nuutinen frá Finnlandi er með sama skor eftir að hafa leikið einu höggi betur en Sagström. What a putt and what a roar! Louise Duncan delights the home spectators at Carnoustie. Her dream week continues! #AIGWO #WorldClass pic.twitter.com/B8s9BPgpe5— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 4.-7. sætinu deila með þeim tveimur Lexi Thompson frá Bandaríkjunum og heimakonan Louise Duncan. Sú hefur vakið athygli á mótinu en hún er skráð sem áhugamaður. Nýlega fagnaði hún sigri á Opna breska mótinu fyrir áhugamenn og var höggi frá toppnum eftir fyrsta hringinn. Duncan hefur nú skráð sig inn í toppbaráttuna fyrir lokahringinn í dag. Hin enska Georgia Hall, sem vann mótið árið 2018, var í forystu eftir annan hringinn ásamt Minu Harigae frá Bandaríkjunum. Harigae fataðist flugið í gær er hún lék á fjórum yfir pari og hrundi niður í 27.-32. sæti. The leaderboard heading into Sunday's final round!We are all set for an absolutely thrilling final day!Full scores here https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/MDavKY8qsF— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 21, 2021 Hall er aðeins höggi á eftir Sagström, Nuutinen, Thompson og Duncan. Ólympíumeistarinn Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, er á sex höggum undir pari líkt og Hall, auk fimm annarra. Ljóst er að spennan verður mikil á lokahringnum í dag og sýnir hörkuhringur Nordqvist í gær að alls kyns sviptingar geta átt sér stað. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna breska Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti