Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2021 13:13 Valdimar Hafsteinsson, formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er jafnframt forstjóri Kjörís í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir. Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum." Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum."
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira