Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 16:16 Stundin birtir áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr. Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr.
Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24
Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01