„Sami rassinn undir þeim öllum“ Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:01 Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%. Og enginn vildi lána okkur nema alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, ekki einu sinni hin Norðurlöndin. Þetta voru erfiðir tímar. Nú eru stýrivextirnir 1% og verðbólga 4,3%. Auðvelt er fyrir ríkið að fá ódýr lán. Lærum af reynslunni Sem fjármálaráðherra bar ég ábyrgð á samningu fjárlagafrumvarps ársins 2013. Bættur hagur barna var yfirskrift þess frumvarps. Barnabætur hækkuðu þá alls um 30%, fleiri fengu barnabætur og upphæðir hækkuðu. Áætlun var gerð um fríar tannlækningar barna og fyrstu skrefin tekin í þá átt og áætlun staðfest um 12 mánaða fæðingarorlof. Fjármagn til framhaldsskólanna var aukið og uppbygging hafin á heilbrigðisþjónustunni eftir mikinn niðurskurð. En við fengum ekki að byggja upp í góðærinu. Það verkefni var falið Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir flokkar slógu af allar okkar áætlanir nema fríar tannlækningar barna. Þær fengu að standa sem betur fer. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fékk í arf hallalaus fjárlög, lága vexti og verðbólgu, mikinn fjölda ferðamanna, makríl og lágt olíuverð. Þessa rausnarlegu meðgjöf nýtti sú stjórn ekki til innviðauppbyggingar á meðan slaki var enn í hagkerfinu og innviðaskuldin stendur enn. En þau lækkuðu veiðigjöldin sem útgerðarrisarnir borga af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Sjónarhorn barna Á mínum pólitíska ferli hef ég alltaf barist fyrir bættum hag barna. Ég var í aðstöðu til að láta verkin tala sem ráðherra og hef sem þingmaður lagt fram fjölda tillagna um þau mál. Það er mælikvarði á það hversu gott samfélag er hvernig búið er að börnum. Betri kjör barnafjölskyldna eru mikilvæg en líka að afinn og amman búi við mannsæmandi kjör og komið sé fram við þau af virðingu á efri árum. Að mamman og pabbinn hafi vinnu, fjölskyldan þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði og heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla. Öll börn hafi sömu tækifæri til að þroskast, skólarnir mæti þeim þar sem þau eru og þau séu varin fyrir hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Samfélagið sé öruggt og gott með löggæslu, eftirliti, neytendavernd og sókn gegn loftlagsvá af mannavöldum. Þetta eru allt grundvallaratriði. Og ég mun halda áfram að vinna að hag barna og horfa á pólitíkina út frá víðu sjónarhorni þeirra. Það er ekki sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum. Það sýna dæmin með skýrum hætti. Það skiptir máli hverjir stjórna. Kjósum Samfylkinguna 25. september. Það borgar sig. Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun