Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 15:07 Alexei Navalní er ekki af baki dottinn þó að hann sitji í fangelsi og bandamenn hans megi ekki bjóða sig fram til þings. Vísir/AP Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kosið verður til rússneska þingsins dagana 17.-19. september og er Sameinuðu Rússlandi, sem styður Vladímír Pútín forseta, spáð sigri. Fylgi stjórnarflokksins hefur þó ekki mælst minni í þrettán ár. Í síðustu kosningum vann Sameinað Rússland aukinn meirihluta þingsæta en flokkurinn mældist með aðeisn 27% fylgi fyrr í þessum mánuði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandamenn Navalní, sem sjálfur dúsir í fangelsi fyrir umdeildar sakir, geta þó ekki reynt að velta þingmönnum Sameinaðs Rússlands úr sessi. Dómstóll varð við kröfu saksóknara um að lýsa samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr í sumar. Úrskurðurinn þýðir að þeir sem hafa tengsl við samtökin eru ókjörgengir í kosningunum. Í staðinn hvetur Navalní nú landa sína til þess að kjósa þá frambjóðendur sem eru taldir eygja bestu möguleikana á að skáka frambjóðendum Sameinaðs Rússlands á hverjum stað. Þannig vonast hann til þess að flokkur Pútín fái slæma útreið í borgum eins og Moskvu og Pétursborg þar sem stuðningur við stjórn hans er minni en víðast hvar annars staðar. „Þeir leyfa ekki sterku frambjóðendurna í kosningunum. Nú er jafnvel verið að fjarlægja þá sem eru ekki það sterkir úr framboði, þeir eru hræddir við klóka kosningu,“ sagði Navalní í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Ár frá taugaeiturstilræðinu Stjórnmálahreyfing Navalní hefur undanfarin ár staðið fyrir því að sigta út hvaða frambjóðendur sundraðrar stjórnarandstöðunnar eru líklegastir til þess að velgja Sameinuðu Rússlandi undir uggum á hverjum stað. Navalní sjálfur þakkar verkefninu það að tuttugu frambjóðendur sem það studdi unnu sæti í borgarráði Moskvu árið 2019. Eitt ár verður liðið á morgun frá því að eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hann veiktist hastarlega og var fluttur í dái til Þýskalands þar sem hann var til meðferðar í fimm mánuði. Navalní og vestrænar ríkisstjórnir saka Pútín forseta um að hafa fyrirskipað tilræðið en því hafna stjórnvöld í Kreml alfarið. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Navalní var talinn hafa rofið skilorð fyrri fangelsisdóms með því að gefa sig ekki fram reglulega á meðan hann dvaldi í Þýskalandi. Fyrri fangelsisdómurinn var vegna meintra fjársvika en Navalní hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evópu hefur lýst þeim dómi sem gerræðislegum og ósanngjörnum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53 Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34
Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. 11. ágúst 2021 15:53
Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Tveimur rússneskum fjölmiðlum hefur verið lokað af yfirvöldum landsins. Þar er um að ræða fréttavefina Otrkytye Media og MBKh Media, auk þess sem hjálparsamtökunum Otkrytki hefur einnig verið lokað. 5. ágúst 2021 10:36