Fótbolti

Sjáðu Brennuþrennuna og mörk systranna

Sindri Sverrisson skrifar
Selfoss jafnaði Þrótt að stigum í 3.-4. sæti Pepsi Max-deildarinnar, með 22 stig. Þróttur á þó leik til góða.
Selfoss jafnaði Þrótt að stigum í 3.-4. sæti Pepsi Max-deildarinnar, með 22 stig. Þróttur á þó leik til góða. vísir/Hulda Margrét

Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í 4-3 sigrinum gegn Fylki í Árbæ í gærkvöld og er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Lovera er komin með 12 mörk í sumar, tveimur mörkum meira en Elín Metta Jensen úr Val og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki.

Hún skoraði fyrstu tvö mörk leiksins í gær á fyrstu átta mínútunum en Eva Rut Ásþórsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Magdalena Anna Reimus jók muninn í 3-1 rétt fyrir hálfleik.

Fylki tókst tvívegis að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Fyrst með marki Þórhildar Þórhallsdóttur en Brenna innsiglaði þrennuna sína á 62. mínútu af mikilli yfirvegun og kom Selfossi í 4-2.

Sara Dögg Ásþórsdóttir skoraði líkt og Eva Rut systir sín og minnkaði muninn í 4-3 á 87. mínútu en lengra komust Fylkiskonur ekki.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Selfoss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×