„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 19:21 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum. Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Rætt var við Jón í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í tilefni þess að í dag var greint frá þeim tillögum sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kallar eftir að verði við lýði þar til faraldurinn er um garð genginn. Þar er meðal annars lagt til að veitingastaðir, skemmistaðir og barir megi vera opnir til 23 á kvöldin. „Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn. Við veitingamenn erum bara alls ekkert ánægðir með að þetta sé það sem er í pípunum. Við reynum okkar besta, við sprittum okkur, við skráum fólk inn, við erum með dyraverði, við erum með bil á milli fólks. Það er ekki gert í heimapartýum,“ sagði Jón. Sagði Jón að tekjufall hafi verið gríðarlegt, allt að 90 prósent, á milli helga í sumar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á ný, eftir að engar takmarkanir voru í gildi um skamma hríð í sumar. „Við reynum okkar besta og við teljum okkur vera í liði með sóttvarnaryfirvöldum en við lifum ekki á því að það sé lokað hjá okkur klukkan ellefu, það gengur bara ekki upp,“ sagði Jón. Taldi Jón líklegt að hann þyrfti að segja upp fólki yrði veitingastöðum, börum og skemmtistöðum bannað að hafa opið til lengur en klukkan 23 í lengri tíma. Þetta er framtíðarsýn sóttvarnalæknis. Hverja telur þá framtíðina vera hérna í miðbænum ef þetta gengur eftir? „Bara hræðileg, þetta er menningarstarfsemi. Við erum að tala um leikhús, skemmtistaði, veitingastaði. Þetta er bara hluti af okkar menningu og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa til. Við viljum ekki að fólk fái Covid. Við höfum bil, sótthreinsum og gerum allt. Mér finnst þetta hræðilegt ef þetta verður ofan á,“ sagði Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Tengdar fréttir Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27