Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir takast á í Pallborðinu á Vísi en ljóst er að þau sjá stöðuna í faraldrinum ólíkum augum. Vísir/Arnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Ríkisstjórnin fundaði í morgun og var þar meðal annars til umræðu hvernig sóttkví verður háttað nú þegar skólarnir hefjast. Hraðpróf voru einnig til umræðu en Svandís sagði eftir fundinn að taka þyrfti ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Umræðan á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðastliðnar vikur. Með útbreiddum bólusetningum þá hefur mörgum þótt nóg um þegar kemur að sóttvarnaðgerðum en aðrir vilja að enn sé farið varlega. Þegar horft er til nágrannalandanna er ljóst að Íslendingar þurfa að lúta ansi ströngum reglum. Hér á landi fara til dæmis fullbólusettir í sóttkví séu þeir útsettir fyrir veirunni, en svo er ekki í löndunum í kring. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir því að sóttkví barna verði endurskoðuð og að notast verði meira við hraðpróf til að berjast gegn þessari veiru. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók vel í þær hugmyndir en eins og fyrr segir þá vill Svandís fara varlega. Spurningin er því hvað gerist þegar skólarnir hefjast. Í dag eru á sjö hundrað barna í sóttkví og skólarnir ekki byrjaðir. Ekki eru allir sammála hvaða leið eigi að fara og ef einhver hefur verið hvað gagnrýnastur á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda þá er það Brynjar Níelsson sem mun ræða þessi mál ásamt Svandísi í Pallborðinu. Uppfært: Þættinum er lokið en upptöku af honum má sjá að neðan.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira