Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Almannavarnir Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina. Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina.
Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47