Íslenski boltinn

Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins. VÍSIR/DANÍEL

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, sagði í viðtali eftir 2-0 tapið gegn Þrótti að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins en þær Katrín Ástbjarnardóttir og Hildigunnur Ýr voru hvorugar með í kvöld.

„Mér sýnist þetta hafa verið sanngjörn úrslit já, svona miðað við hvernig leikurinn spilaðist,” byrjaði Kristján á að segja.

„Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleiknum, það tók að vísu smá tíma fyrir okkur að átta okkur á því hvernig við ætluðum að gera þetta. Okkur leið hins vegar ekki rosalega vel svona aftarlega og færðum okkur því framar í seinni hálfleiknum og þá fáum við á okkur þarna tvö upphlaup sem verða að marki. En þrátt fyrir það þá varð þetta aðeins skemmtilegri leikur fyrir okkur að spila.“

„Við auðvitað spiluðum þennan leik án þess að vera með tvo markahæstu leikmennina okkar og það gefur auga leið að það er erfitt. Katrín auðvitað kemur inn í upphafi móts þar sem við vorum að leitast eftir framherja, en núna dettur hún út og þá eru aðrir framherjar ekki búnir að jafna sig á sínum eigin meiðslum. En við verðum að finna einhverja leið til þess að vera aðeins þyngri fram á við.“

Leikurinn í kvöld var mikilvægur í baráttunni um þriðja sætið í deildinni en Kristján segir að sitt sé alls ekki búið að gefast upp í þeirri baráttu.

„Það eru fjórir leikir eftir og það eru allt leikir sem við ætlum okkur að vinna, þannig baráttan heldur áfram,” endaði Kristján á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×