Fótbolti

ÍBV steig skref í átt að sæti í efstu deild með sigri á Kórdrengjum - fjórir leikir í Lengjudeildinni í dag

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sito skoraði sigurmark eyjamanna
Sito skoraði sigurmark eyjamanna Eyjafréttir

Fjórir leikir voru á dagskrá Lengjudeildar karla í dag. Stærsti leikurinn var án efa leikur Kórdrengja og ÍBV sem fram fór á Domusnova vellinum í Breiðholtinu. Þá fóru þrír aðrir leikir fram.

ÍBV unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Kórdrengjum í leik sem einkenndist af mikilli hörku og miklu kappi bæði þjálfara og leikmanna. Það var augljóst að það var mikið undir strax frá upphafi leiksins. Það voru svo eyjamenn sem unnu 0-1 sigur með marki frá Sito á 54. mínútu.

Víkingar frá Ólafsvík gerðu frábæra ferð norður á Akureyri og unnu þægilegan 0-2 sigur á Þór sem hefur verið í vandræðum upp á síðkastið. Víkingar sem varla hafa unnið leik í allt sumar komust yfir með marki frá Bjarti Barkarsyni á 29. mínútu. Það var svo Kareem Isiaka sem kom gestunum tveimur mörkum yfir og þar við sat. Víkingar enn í fallsæti en Þórsarar sigla lygnan sjó í 8. sætinu.

Fjölnir, sem tapaði eftirminnilega fyrir Reyni Haraldssyni og félögum í ÍR í bikarnum á dögunum fengu Mosfellinga í Aftureldingu í heimsókn. Heimamenn unnu góðan 3-0 sigur og eygja enn von um að komast upp í efstu deild að ári þó sú von sé veik. Það voru þeir Andri Freyr jónasson, Lúkas Logi Heimisson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson sem skoruðu mörk Fjölnis. 

Langbesta og langefsta lið deildarinnar, Fram skellti sér vestur á firði og átti kappi við Vestra. Fram efstir í deildinni en Vestri fastur í hálfgerðu einskismannslandi í efri hluta deildarinnar. Það var Þórður Guðjónsson sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×