Real Madrid skellti Alaves á útivelli - Benzema með tvö

Benzema var á skotskónum í kvöld
Benzema var á skotskónum í kvöld AP Photo/Alvaro Barrientos

Real Madrid bar sigurorð af Alaves í fyrstu umferð spænsku deildarinnar í kvöld. Karim Benzema gerði virkilega vel í kvöld og setti tvö mörk. Þá var Gareth Bale í byrjunarliði liðsins sem vann sigur í fyrsta leik tímabilsins 1-4.

Fyrri hálfleikurinn bar þess greinileg merki að um var að ræða fyrsta leikinn á tímabilinu hjá báðum liðum. Það voru svo Madrídingar sem komu með meiri krafti inn í síðari hálfleikinn. Þeir skoruðu líka fyrsta markið í leiknum. Gareth Bale átti misheppnaða fyrirgjöf sem endaði hjá Nacho sem smellti honum fyrir. Þar missti Edin Hazard boltann frá sér til Benzema sem lúðraði honum í markið. 0-1 og búið að brjóta ísinn.

Á 56. mínútu skoruðu Real Madri mark númer tvö. Luka Modric átti þá fyrirgjöf á nærstöngina sem Nacho Fernandez náði að teygja sig í. Óverjandi fyrir Pacheco í marki Alaves. Það var svo Benzema sem kom Real í 0-3 með skrautlegu marki þar sem hann skoraði eftir frákast af eigin skoti.

Joselu klóraði í bakkann úr vítaspyrnu eftir að Madrídingar litu virkilega illa út í vörninni strax í kjölfarið á þriðja markinu. Það var svo varamaðurinn Vinicius Jr. sem skoraði fjórða mark Real Madrid og síðasta mark leiksins í uppbótartíma. 1-4 og flottur sigur hvítliða frá Madrid staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira