Búið að kaupa Lukaku fyrir samtals meira en fimmtíu milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 16:31 Romelu Lukaku fagnar marki sem hann skoraði á Laugardalsvellinum. Getty/Vincent Kalut Romelu Lukaku setti nýtt heimsmet í gær þegar Chelsea gekk frá kaupunum á honum frá Internazionale. Það er núna búið að borga meira fyrir hann á hans ferli en nokkurn annan knattspyrnumann í sögunni. Lukaku sló met Brasilíumannsins Neymars þegar Chelsea var tilbúið að borga 97,5 milljónir punda fyrir hann. Það þýðir að félög eru búin að kaupa belgíska framherjann fyrir samtals um 288 milljónir punda á hans ferli. 288 milljónir punda eru um 50,4 milljarðar íslenskra króna. Romelu Lukaku is now the most expensive player in football history in terms of combined transfer fees pic.twitter.com/0eRDwFG3Ck— ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2021 Neymar hafði átt metið í nokkur ár síðan að Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona. Alls hafa félög borgað 279 milljón punda fyrir hann sem er um 48,9 milljarðar í íslenskum krónum. Cristiano Ronaldo er síðan í þriðja sætinu en félög hafa greitt samtals 207 milljónir punda fyrir hann. Það gera um 36,2 milljarðar í íslenskum krónum. Neymar er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar (198 milljónir punda frá Barcelona til PSG 2017) og Cristiano Ronaldo var það um tíma eða frá 2009 til 2013. Þrátt fyrir að félög hafi borgað alla þessa milljarða fyrir Romelu Lukaku þá hefur hann aldrei verið sá dýrasti í heimi. Dream Believe AchieveHappy to be back home! Let s work@ChelseaFC pic.twitter.com/k5gAMa8fJS— R.Lukaku Bolingoli9 (@RomeluLukaku9) August 12, 2021 Hann er í 7., 16. sæti og 19. sæti listans yfir dýrustu leikmenn og er sá eini sem er þrisvar sinnum á honum. Internazionale keypti hann á 74 milljónir punda frá Manchester United árið 2019 (19. sæti), Manchester United keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton árið 2017 (16. sæti) og Chelsea keypti hann á 97,5 milljónir punda frá Internazionale í þessari viku (7. sæti). Knattspyrnumenn sem er búið að borga mest fyrir á öllum þeirra ferli: 1. Romelu Lukaku – 288 milljónir punda 2. Neymar – 279 milljónir punda 3. Cristiano Ronaldo – 207 milljónir punda 4. Alvaro Morata – 170 milljónir punda 5. Angel di Maria – 161 milljón punda 6. Antoine Griezmann – 156 milljónir punda 7. Philippe Coutinho – 153 milljónir punda 8. Zlatan Ibrahimovic – 152 milljónir punda 9. Gonzalo Higuain – 143 milljónir punda 10. Ousmane Dembele – 137 milljónir punda Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Lukaku sló met Brasilíumannsins Neymars þegar Chelsea var tilbúið að borga 97,5 milljónir punda fyrir hann. Það þýðir að félög eru búin að kaupa belgíska framherjann fyrir samtals um 288 milljónir punda á hans ferli. 288 milljónir punda eru um 50,4 milljarðar íslenskra króna. Romelu Lukaku is now the most expensive player in football history in terms of combined transfer fees pic.twitter.com/0eRDwFG3Ck— ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2021 Neymar hafði átt metið í nokkur ár síðan að Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona. Alls hafa félög borgað 279 milljón punda fyrir hann sem er um 48,9 milljarðar í íslenskum krónum. Cristiano Ronaldo er síðan í þriðja sætinu en félög hafa greitt samtals 207 milljónir punda fyrir hann. Það gera um 36,2 milljarðar í íslenskum krónum. Neymar er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar (198 milljónir punda frá Barcelona til PSG 2017) og Cristiano Ronaldo var það um tíma eða frá 2009 til 2013. Þrátt fyrir að félög hafi borgað alla þessa milljarða fyrir Romelu Lukaku þá hefur hann aldrei verið sá dýrasti í heimi. Dream Believe AchieveHappy to be back home! Let s work@ChelseaFC pic.twitter.com/k5gAMa8fJS— R.Lukaku Bolingoli9 (@RomeluLukaku9) August 12, 2021 Hann er í 7., 16. sæti og 19. sæti listans yfir dýrustu leikmenn og er sá eini sem er þrisvar sinnum á honum. Internazionale keypti hann á 74 milljónir punda frá Manchester United árið 2019 (19. sæti), Manchester United keypti hann á 75 milljónir punda frá Everton árið 2017 (16. sæti) og Chelsea keypti hann á 97,5 milljónir punda frá Internazionale í þessari viku (7. sæti). Knattspyrnumenn sem er búið að borga mest fyrir á öllum þeirra ferli: 1. Romelu Lukaku – 288 milljónir punda 2. Neymar – 279 milljónir punda 3. Cristiano Ronaldo – 207 milljónir punda 4. Alvaro Morata – 170 milljónir punda 5. Angel di Maria – 161 milljón punda 6. Antoine Griezmann – 156 milljónir punda 7. Philippe Coutinho – 153 milljónir punda 8. Zlatan Ibrahimovic – 152 milljónir punda 9. Gonzalo Higuain – 143 milljónir punda 10. Ousmane Dembele – 137 milljónir punda
Knattspyrnumenn sem er búið að borga mest fyrir á öllum þeirra ferli: 1. Romelu Lukaku – 288 milljónir punda 2. Neymar – 279 milljónir punda 3. Cristiano Ronaldo – 207 milljónir punda 4. Alvaro Morata – 170 milljónir punda 5. Angel di Maria – 161 milljón punda 6. Antoine Griezmann – 156 milljónir punda 7. Philippe Coutinho – 153 milljónir punda 8. Zlatan Ibrahimovic – 152 milljónir punda 9. Gonzalo Higuain – 143 milljónir punda 10. Ousmane Dembele – 137 milljónir punda
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira