Upplýsingaóreiða heilbrigðisyfirvalda Erna Bjarnadóttir og Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir skrifa 12. ágúst 2021 12:30 Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar