Þrífast börn best á misjöfnu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:30 Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun