Harpa heldur að hún sé hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2021 20:04 Sveitalífið hefur meira og minna snúist um Hörpu á Fjarkastokki skammt frá Þykkvabæ í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira