Lífið

Kjóstu hvaða lið á skilið annað tækifæri í Kviss

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kviss liðin sem gætu fengið tækifæri til þess að taka aftur þátt í ár.
Kviss liðin sem gætu fengið tækifæri til þess að taka aftur þátt í ár. Kviss

Önnur þáttaröð af spurningarþáttunum Kviss hefst á stöð 2 í haust í stjórn Björns Braga Arnarssonar. 

Lið Þróttar, skipað þeim Sóla Hólm og Sólrúnu Diegó, sigraði eftirminnilega í fyrra eftir spennandi og skemmtilega keppni við Björgu Magnúsdóttur og Jón Jónsson í liði FH. Úrslitin réðust ekki fyrir en á lokaspurningunni.

Nú er verið að velja liðin fyrir næstu þáttaröð og lesendur Vísis fá tækifæri til þess að hafa áhrif á valið í þetta skipti. Eitt liðanna frá því í fyrstu þáttaröð kemur nefnilega aftur og þú getur haft áhrif á hvaða keppendur það eru sem fá annað tækifæri til að láta ljós sitt skína.  

Þau lið sem koma til greina eru Steindi og Dóri DNA fyrir Aftureldingu, Aron Mola og Anna Svava fyrir Víking, Eva Ruza og Herra Hnetusmjör fyrir Breiðablik, Sveppi og Viktoría Hermanns, fyrir ÍR, Siggi Gunnars og Karen Björg fyrir KA, Hjálmar Örn og Jói Ásbjörns fyrir Fylki og svo þau Ari Eldjárn og Hrefna Sætran fyrir KR. 

Kjóstu þitt uppáhalds lið frá því í fyrra í könnuninni hér fyrir neðan. Við munum svo kynna alla keppendur Kviss þegar nær dregur. 


Tengdar fréttir

Aldrei meiri dramatík í Kviss

KR og Þróttur mættust í 8-liða úrslitum Kviss síðasta laugardag. Keppnin var geysispennandi og var ótrúleg dramatík undir lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×