Umfjöllun og viðtöl: Valur - Völsungur 6-0 | Öruggt hjá Völsurum gegn Völsungum Árni Konráð Árnason skrifar 11. ágúst 2021 20:50 Valsmenn fá Völsunga í heimsókn að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Valur tók á móti Völsungi í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Heimir Guðjónsson tók enga áhættu og tefldi fram mjög sterku liði í kvöld. Valsmenn sem að sitja í efsta sæti í Pepsi Max deild karla áttu ekki í miklum erfiðleikum með Völsung sem að situr í 3. sæti í 2. deild karla. Það tók heimamenn einungis 17. mínútur að komast yfir. Það gerði Sverrir Páll Hjaltested eftir fyrirgjöf frá Sigurði Agli. Sigurður Egill gaf boltann fyrir markið og Sverrir stökk hæst og skallaði boltann í markið. Einungis tveimur mínútum síðar, eða á 19. Mínútu leiksins bætti Tryggvi Hrafn Haraldsson við öðru marki Valsmanna. Tryggvi fékk boltann á miðjunni, keyrði upp völlinn og hamraði boltanum alveg upp í horn, 2-0 fyrir Valsmenn. 10 mínútum seinna eða á 29. mínútu tóku Húsavíkurmenn hornspyrnu þar sem að Sigurður Egill skallaði boltann frá markinu, á Kaj Leo sem að hljóp upp völlinn og setti boltann snyrtilega í markið, 3-0 fyrir Valsmenn. Einungis tveimur mínútum síðar, eða á 31. mínútu bætti Sverrir Páll Hjaltested við öðru markinu hjá sér og jafnframt fjórða marki Valsmanna. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik, Valsmenn fóru því með fjögurra marka forystu inn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og fengu mörg færi til þess að skora en á 66. mínútu skoraði Sigurður Egill. Hann var staðsettur hægra megin í teignum og virtist vera að senda boltann á Sverri Pál sem að var beint fyrir framan markið, boltinn fór þó yfir Kristófer Leví í markinu og í fjærhornið, 5-0. Á 84. mínútu skoraði varnarjaxlinn Orri Sigurður Ómarsson. Kaj Leo tók hornspyrnu sem að Sigurður Egill skallaði í stöngina, boltinn út í teig og Orri var fyrstur á boltann og setur boltann í netið, 6-0 fyrir Valsmenn. Fleiri urðu mörkin þó ekki og öruggur sigur Valsmanna staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur er einfaldlega besta lið á Íslandi og þeir áttu ekki í neinum erfiðleikum í kvöld. 6 mörk skoruð af fimm leikmönnum sem sýnir hversu mikil breidd er í liði Valsmanna. Völsungsmenn reyndu hvað þeir gátu en gæðamunurinn var einfaldlega allt of mikill. Um leið og Valsmenn skoruðu að þá var þetta brekka sem að Völsungsmenn voru ekki að fara að yfirstíga. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested gerði tvö mörk í kvöld og var endalaust að berjast inn í teig Völsungs. Þá var Sigurður Egill og Kaj Leo mjög líflegir á köntunum og gerðu sitt hvort markið. Það má hrósa Völsungi fyrir það að hafa aldrei gefist upp. Þeir hættu aldrei að berjast og reyndu hvað þeir gátu og mega vera þokkalega stoltir af sinni frammistöðu í dag, þó svo að tapið hafi verið stórt. Hvað gekk illa? Völsungur fékk sinn skerf af færum sem að hefði mátt nýta betur. Þeir virtust stressast þegar að þeir voru komnir í teig Vals og gáfu boltann of auðveldlega frá sér á lokakaflanum. Sendingar sem að rötuðu ekki á liðsfélaga eða skot sem að fóru ekki nálægt markinu, þeir hefðu getað gert þetta betur. Hvað gerist næst? Völsungur fær Reyni Sandgerði í heimsókn á laugardaginn næstkomandi. Þeir eru að keyra norður í kvöld og fá litla hvíld á milli leikja. Valur fær Keflavík í heimsókn á sunnudaginn þar sem að Valur þarf nauðsynlega að vinna til þess að halda Breiðablik og Víking frá toppsætinu. Heimir: Fagmannleg frammistaða Heimir Guðjónsson var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét ,,Fagmannleg frammistaða, við byrjuðum leikinn vel og spiluðum vel í fyrri hálfleik og gerðum þetta eins og það á að gera þetta. Í staðinn fyrir að kasta til hendinni og lenda í vandræðum að þá fannst mér við gera þetta vel“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals. Athyglisvert atvik átti sér stað en á 70. mínútu leiksins en þá var Birki Má Sævarssyni skipt út fyrir Kristinn Frey, Kristinn sem að hefur alltaf spilað framarlega á vellinum var því mættur í bakvarðarstöðuna. Aðspurður hvort að Kristinn væri arftaki Birkis hafði Heimir þetta að segja ,,Kiddi vildi meina að það væri ekkert mál að spila bakvörð þannig að það var fínt að prófa hann þar en svo sjáum við til í framhaldinu“ Jóhann Kristinn: Úrslitin voru það ljótasta í þessum leik Jóhann var ansi svekktur að hans menn hafi ekki náð að skora í leiknum og var hann ósáttur við hversu stórt tapið var „Gríðarlega svekktur að hafa ekki náð að skora en Valur er miklu betra lið en við, við vitum það en mér fannst þetta full stórt“ sagði Jóhann. Jóhann var þó ánægður með sína leikmenn í dag en ekki allir leikmenn sem að voru í hóp í kvöld hafa verið fastamenn í hóp hjá honum í sumar „já og talandi um það að það eru mjög ungir leikmenn sem að eru að spila leikinn og hafa ekki verið að spila hjá okkur í sumar og eru 2. flokks strákar og jafnvel niður í 3. flokks strákar. Ég er mjög ánægður með liðið mitt, leikmenn, hvernig þeir lögðu sig fram. Það versta er að það var 4-0 í hálfleik, en það var margt gott hjá okkur. Það eina sem að mér fannst vanta í dag, fyrir utan að gera aðeins betur í varnarleiknum á miðsvæðinu í fyrri hálfleik, að það var að skora mörk. Ég veit það ef að við hefðum skorað mark í fyrri hálfleik að það hefði breytt ásýndinni á þessu og það hjálpar aðeins, fyrir sjálfstraustið að ná inn marki. Þetta var alltaf brekka fyrst að við náðum því ekki. Fyrir það að hætta aldrei og gefast aldrei upp, að þá er ég mjög ánægður með mína menn“ sagði Jóhann. Mjólkurbikar karla Valur Völsungur
Valur tók á móti Völsungi í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Heimir Guðjónsson tók enga áhættu og tefldi fram mjög sterku liði í kvöld. Valsmenn sem að sitja í efsta sæti í Pepsi Max deild karla áttu ekki í miklum erfiðleikum með Völsung sem að situr í 3. sæti í 2. deild karla. Það tók heimamenn einungis 17. mínútur að komast yfir. Það gerði Sverrir Páll Hjaltested eftir fyrirgjöf frá Sigurði Agli. Sigurður Egill gaf boltann fyrir markið og Sverrir stökk hæst og skallaði boltann í markið. Einungis tveimur mínútum síðar, eða á 19. Mínútu leiksins bætti Tryggvi Hrafn Haraldsson við öðru marki Valsmanna. Tryggvi fékk boltann á miðjunni, keyrði upp völlinn og hamraði boltanum alveg upp í horn, 2-0 fyrir Valsmenn. 10 mínútum seinna eða á 29. mínútu tóku Húsavíkurmenn hornspyrnu þar sem að Sigurður Egill skallaði boltann frá markinu, á Kaj Leo sem að hljóp upp völlinn og setti boltann snyrtilega í markið, 3-0 fyrir Valsmenn. Einungis tveimur mínútum síðar, eða á 31. mínútu bætti Sverrir Páll Hjaltested við öðru markinu hjá sér og jafnframt fjórða marki Valsmanna. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik, Valsmenn fóru því með fjögurra marka forystu inn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og fengu mörg færi til þess að skora en á 66. mínútu skoraði Sigurður Egill. Hann var staðsettur hægra megin í teignum og virtist vera að senda boltann á Sverri Pál sem að var beint fyrir framan markið, boltinn fór þó yfir Kristófer Leví í markinu og í fjærhornið, 5-0. Á 84. mínútu skoraði varnarjaxlinn Orri Sigurður Ómarsson. Kaj Leo tók hornspyrnu sem að Sigurður Egill skallaði í stöngina, boltinn út í teig og Orri var fyrstur á boltann og setur boltann í netið, 6-0 fyrir Valsmenn. Fleiri urðu mörkin þó ekki og öruggur sigur Valsmanna staðreynd. Af hverju vann Valur? Valur er einfaldlega besta lið á Íslandi og þeir áttu ekki í neinum erfiðleikum í kvöld. 6 mörk skoruð af fimm leikmönnum sem sýnir hversu mikil breidd er í liði Valsmanna. Völsungsmenn reyndu hvað þeir gátu en gæðamunurinn var einfaldlega allt of mikill. Um leið og Valsmenn skoruðu að þá var þetta brekka sem að Völsungsmenn voru ekki að fara að yfirstíga. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested gerði tvö mörk í kvöld og var endalaust að berjast inn í teig Völsungs. Þá var Sigurður Egill og Kaj Leo mjög líflegir á köntunum og gerðu sitt hvort markið. Það má hrósa Völsungi fyrir það að hafa aldrei gefist upp. Þeir hættu aldrei að berjast og reyndu hvað þeir gátu og mega vera þokkalega stoltir af sinni frammistöðu í dag, þó svo að tapið hafi verið stórt. Hvað gekk illa? Völsungur fékk sinn skerf af færum sem að hefði mátt nýta betur. Þeir virtust stressast þegar að þeir voru komnir í teig Vals og gáfu boltann of auðveldlega frá sér á lokakaflanum. Sendingar sem að rötuðu ekki á liðsfélaga eða skot sem að fóru ekki nálægt markinu, þeir hefðu getað gert þetta betur. Hvað gerist næst? Völsungur fær Reyni Sandgerði í heimsókn á laugardaginn næstkomandi. Þeir eru að keyra norður í kvöld og fá litla hvíld á milli leikja. Valur fær Keflavík í heimsókn á sunnudaginn þar sem að Valur þarf nauðsynlega að vinna til þess að halda Breiðablik og Víking frá toppsætinu. Heimir: Fagmannleg frammistaða Heimir Guðjónsson var sáttur með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét ,,Fagmannleg frammistaða, við byrjuðum leikinn vel og spiluðum vel í fyrri hálfleik og gerðum þetta eins og það á að gera þetta. Í staðinn fyrir að kasta til hendinni og lenda í vandræðum að þá fannst mér við gera þetta vel“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals. Athyglisvert atvik átti sér stað en á 70. mínútu leiksins en þá var Birki Má Sævarssyni skipt út fyrir Kristinn Frey, Kristinn sem að hefur alltaf spilað framarlega á vellinum var því mættur í bakvarðarstöðuna. Aðspurður hvort að Kristinn væri arftaki Birkis hafði Heimir þetta að segja ,,Kiddi vildi meina að það væri ekkert mál að spila bakvörð þannig að það var fínt að prófa hann þar en svo sjáum við til í framhaldinu“ Jóhann Kristinn: Úrslitin voru það ljótasta í þessum leik Jóhann var ansi svekktur að hans menn hafi ekki náð að skora í leiknum og var hann ósáttur við hversu stórt tapið var „Gríðarlega svekktur að hafa ekki náð að skora en Valur er miklu betra lið en við, við vitum það en mér fannst þetta full stórt“ sagði Jóhann. Jóhann var þó ánægður með sína leikmenn í dag en ekki allir leikmenn sem að voru í hóp í kvöld hafa verið fastamenn í hóp hjá honum í sumar „já og talandi um það að það eru mjög ungir leikmenn sem að eru að spila leikinn og hafa ekki verið að spila hjá okkur í sumar og eru 2. flokks strákar og jafnvel niður í 3. flokks strákar. Ég er mjög ánægður með liðið mitt, leikmenn, hvernig þeir lögðu sig fram. Það versta er að það var 4-0 í hálfleik, en það var margt gott hjá okkur. Það eina sem að mér fannst vanta í dag, fyrir utan að gera aðeins betur í varnarleiknum á miðsvæðinu í fyrri hálfleik, að það var að skora mörk. Ég veit það ef að við hefðum skorað mark í fyrri hálfleik að það hefði breytt ásýndinni á þessu og það hjálpar aðeins, fyrir sjálfstraustið að ná inn marki. Þetta var alltaf brekka fyrst að við náðum því ekki. Fyrir það að hætta aldrei og gefast aldrei upp, að þá er ég mjög ánægður með mína menn“ sagði Jóhann.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti