Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:36 Jónas fer fyrir SafeTravel, sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Stöð 2 Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira