Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 11:12 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Stöð 2 Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. „Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira