Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 23:00 Tinna Hallgrímsdóttir er formaður Ungra Umhverfissinna. Stöð 2 Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við. Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við.
Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira