Mætir til æfinga eftir 11 mánaða fjarveru Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 23:01 Saquon Barkley (t.h.) er að snúa aftur til æfinga. vísir/getty Bakvörðurinn Saquon Barkley sem leikur með New York Giants í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL, er á leið til æfinga eftir tæplega árs fjarveru frá vellinum. Barkley sleit krossband í upphafi síðustu leiktíðar. Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira