Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 12:13 Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir Íslands Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu. Einum og hálfum mánuði eftir afléttingar allra aðgerða innanlands hefur metfjöldi greinst smitaður á síðustu vikum þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé bólusettur. Þórólfur Guðnason sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að vonbrigði séu að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu. Hann segir að einungis ein önnur leið sé fær til að ná hjarðónæmi, að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið. Þórólfur segist hafa talað um það frá upphafi faraldurs að kórónuveiran stökkbreyttist. Það hefur nú gerst með komu Delta-afbrigðisins yfir landamærin. Hann segir þó að bólusetningin hafi ekki verið til einskis. „Bólusetningin hefur komið í veg fyrir alvarlega veikindi, það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að bregðast þurfi við því hversu margir smitist eftir bólusetningu. „Við þurfum bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön,“ segir hann. „Við getum í raun og veru ekki gert annað,“ segir Þórólfur aðspurður að því hvort leyfa verði sjötíu til áttatíu þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi. Endurbólusetja þurfi suma Þórólfur segir að forgangsverkefnið sé núna að gefa örvunarskammta þeim sem hafa svarað bólusetningu illa. „Við þurfum að reyna að bólusetja og vernda betur þessa sem eru viðkvæmir fyrir, en láta okkur lynda það að sýkingin smiti aðra,“ segir hann. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að vörnin af Janssen sé slakari en af öðrum bóluefnum,“ segir Þórólfur. Hann segir að það sé forgangsverkefni að veita þeim sem fengu bóluefni Jansen örvunarskammt. Þá þurfi að veita til að mynda kennurum og eldra fólki örvunarskammt sem fyrst. „Það er ekki forgangsverkefni núna að bólusetja alla með þriðja skammtinum enda þurfum við líka að hugsa: Fáum við kannski nýtt afbrigði? Þurfum við að bólusetja með öðru bóluefni?“ segir hann. Þórólfur segir baráttuna við veiruna munu einkennast af slíkri óvissu. Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga.“ Þórólfur telur mikilvægustu aðgerðina núna vera að styrkja spítalakerfið og gera Landspítalanum kleift að taka við fleirum sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Hann segir stöðuna á Landspítala ekki góða en þó að neyðarkall hafi ekki borist þaðan. „Ég held að við séum ekki komin á þann stað að við þurfum að grípa til harðra aðgerða,“ segir hann. Hann segir þó við þurfum að vera tilbúin að grípa til aðgerða ef við förum að sjá mikið af alvarlega smituðu fólki. Þórólfur segir að ræða verði við sérfræðinga og þá sem vinna á Landspítalanum um umbætur á spítalanum. Hann ætli ekki að tjá sig í smáatriðum um hvað þurfi að gera til að spítalinn geti annað eftirspurn. Bjóða foreldrum bóluefni fyrir börnin Ákveðið hefur verið að bjóða foreldrum að bólusetja börn þar sem nýjar rannsóknir hafi bent til að aukaverkanir af bólusetningu barna séu ekki alvarlegar. Hins vegar geti börn veikst alvarlega ef þau smitast af Delta-afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Einum og hálfum mánuði eftir afléttingar allra aðgerða innanlands hefur metfjöldi greinst smitaður á síðustu vikum þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé bólusettur. Þórólfur Guðnason sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að vonbrigði séu að hjarðónæmi hafi ekki náðst með bólusetningu. Hann segir að einungis ein önnur leið sé fær til að ná hjarðónæmi, að leyfa veirunni að dreifast um samfélagið. Þórólfur segist hafa talað um það frá upphafi faraldurs að kórónuveiran stökkbreyttist. Það hefur nú gerst með komu Delta-afbrigðisins yfir landamærin. Hann segir þó að bólusetningin hafi ekki verið til einskis. „Bólusetningin hefur komið í veg fyrir alvarlega veikindi, það er ekki nokkur spurning um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að bregðast þurfi við því hversu margir smitist eftir bólusetningu. „Við þurfum bara að stokka upp spilin og leggja upp ný plön,“ segir hann. „Við getum í raun og veru ekki gert annað,“ segir Þórólfur aðspurður að því hvort leyfa verði sjötíu til áttatíu þjóðarinnar að smitast til að ná hjarðónæmi. Endurbólusetja þurfi suma Þórólfur segir að forgangsverkefnið sé núna að gefa örvunarskammta þeim sem hafa svarað bólusetningu illa. „Við þurfum að reyna að bólusetja og vernda betur þessa sem eru viðkvæmir fyrir, en láta okkur lynda það að sýkingin smiti aðra,“ segir hann. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að vörnin af Janssen sé slakari en af öðrum bóluefnum,“ segir Þórólfur. Hann segir að það sé forgangsverkefni að veita þeim sem fengu bóluefni Jansen örvunarskammt. Þá þurfi að veita til að mynda kennurum og eldra fólki örvunarskammt sem fyrst. „Það er ekki forgangsverkefni núna að bólusetja alla með þriðja skammtinum enda þurfum við líka að hugsa: Fáum við kannski nýtt afbrigði? Þurfum við að bólusetja með öðru bóluefni?“ segir hann. Þórólfur segir baráttuna við veiruna munu einkennast af slíkri óvissu. Ætlar ekki að leggja til harðar aðgerðir „Við þurfum einhvern veginn að sigla þannig milli skers og báru núna í þessu, að fá ekki of mikið af alvarlegum veikindum svo að spítalakerfið riði ekki til falls en samt reyna að ná þessu hjarðónæmi með þá að láta veiruna einhvern veginn ganga.“ Þórólfur telur mikilvægustu aðgerðina núna vera að styrkja spítalakerfið og gera Landspítalanum kleift að taka við fleirum sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Hann segir stöðuna á Landspítala ekki góða en þó að neyðarkall hafi ekki borist þaðan. „Ég held að við séum ekki komin á þann stað að við þurfum að grípa til harðra aðgerða,“ segir hann. Hann segir þó við þurfum að vera tilbúin að grípa til aðgerða ef við förum að sjá mikið af alvarlega smituðu fólki. Þórólfur segir að ræða verði við sérfræðinga og þá sem vinna á Landspítalanum um umbætur á spítalanum. Hann ætli ekki að tjá sig í smáatriðum um hvað þurfi að gera til að spítalinn geti annað eftirspurn. Bjóða foreldrum bóluefni fyrir börnin Ákveðið hefur verið að bjóða foreldrum að bólusetja börn þar sem nýjar rannsóknir hafi bent til að aukaverkanir af bólusetningu barna séu ekki alvarlegar. Hins vegar geti börn veikst alvarlega ef þau smitast af Delta-afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira