Körfubolti

Sjöundi titill Bandaríkjanna í röð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bandaríkin eru Ólympíumeistarar sjöundu leikana í röð.
Bandaríkin eru Ólympíumeistarar sjöundu leikana í röð. Mike Ehrmann/Getty Images

Bandaríkin urðu Ólympíumeistari kvenna í körfubolta í nótt eftir 90-75 sigur á heimakonum frá Japan í úrslitum. Bandaríkin hafa unnið keppni í körfubolta kvenna sjö leika í röð.

Sigur þeirra bandarísku var aldrei í mikilli hættu í nótt og teygir sigurhrina þeirra sig nú eftir til 1996. Bandaríska liðið hafði þónokkra yfirburði í keppninni allri frá upphafi og eru þær verðskuldaðir sigurvegarar.

Athygli vekur að Sue Bird, leikmaður bandaríska liðsins, er að vinna til gullverðlauna með liðinu á Ólympíuleikum í fimmta sinn. Hún hefur tekið þátt með liðinu á hverjum leikum frá þeim í Aþenu 2004. Engin hefur unnið eins mörg gullverðlaun í íþróttinni á leikunum.

Japan varð að gera sér silfur að góðu en hlaut þar með sín fyrstu verðlaun í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×