Heilbrigðisstofnun Suðurlands hleypur undir bagga með Landspítalanum Magnús Hlynur Hreiðarsson og Árni Sæberg skrifa 7. ágúst 2021 13:55 Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands verða sjúklingar á Landspítalanum meðal annars fluttir á sjúkrahúsið á Selfossi til að létta á álagi á spítalanum. Tíu til fimmtán auka rúmum verður komið fyrir, meðal annars á fæðingardeildinni. Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera hjá starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við sýnatökur og bólusetningar síðustu vikurnar með góðri aðstoð frá viðbragðsaðilum. Til dæmis sér lögreglan um umferðarstjórnun þegar sýnataka fer fram. 160 einstaklingar eru með virkt kórónuveirusmit og því í einangrun á Suðurlandi. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu mikið álag vera á sínu starfsfólki. „Það liggur fyrir að við þurfum að auka mannskap til að geta haldið uppi eðlilegri þjónustu á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Við erum farin að vinna í því að auglýsa eftir fólki og erum að hringja í fólk sem er hætt að vinna og reyna að tæla það aðeins til baka.“ bætir Díana við. Taka við sjúklingum frá Landspítala þrátt fyrir álagið Díana segir að verið sé að undirbúa nokkur pláss á sjúkrahúsinu á Selfossi til að taka við sjúklingum frá Landspítala sökum fráflæðisvanda. „Þeir eru bara í alvarlegri stöðu og eru í raun að biðla til okkar, bæði að við höldum okkar sjúklingum sem lengst hjá okkur, við erum aðeins að reyna að bæta þjónustuna hjá okkur á bráðamóttökunni, að setja inn fleiri rúm þar svo við getum haldið sjúklingunum lengur hjá okkur og líka tekið við sjúklingum sem eru í biðplássum og eru þá að teppa flæðið hjá þeim,“ segir hún. Sjúklingar af Landsspítalanum verða meðal annars færðir í rúm á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á SelfossiMagnús Hlynur Hreiðarsson Díana segir að átta rúm á fæðingardeildinni verði tekin undir sjúklinga Landspítalans en samt sem áður verði fæðingaþjónusta tryggð á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir mikið álag á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ekki þurft að kalla starfsfólk inn úr sumarfríum, enn sem komið er. „Við höfum ekki farið þá leið að kalla inn fólk“ sagði Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira