Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. ágúst 2021 21:18 Leiknir KR Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Það var smávægileg gola í Breiðholtinu þegar að topplið Vals mætti í heimsókn. Fyrir leik hefðu flestir spáð Val sigri enda þeir efstir í deildinni og nýbúnir að bera sigurorð af KR, á meðan Leiknir höfðu misst sinn sterkasta leikmann, Sævar Atla Magnússon í klærnar á Frey Alexandersyni hjá Lyngby. Það var þó ekki raunin. Leiknismenn voru sterkari, klókari og fengu fleiri færi í dag og unnu verðskuldaðan sigur á daufu Valsliði. 1-0 og var það Manga Escobar sem skoraði markið í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var ágæt skemmtun. Valsmenn höfðu greinilega lagt upp að pressa fast á bakverði Leiknis og gekk það ágætlega. Leiknismenn festust aðeins niðri og þurftu að beita löngum sendingum upp kantana til þess að koma sér upp völlinn. Heimamenn tækluðu þessa taktík með því að leita stöðugt að Manga Excobar sem var oftar en ekki með svifaseinni miðverði Vals í bakinu og var á köflum að fara illa með varnarmennina sem þurftu oftar en ekki að brjóta. Þessi atburðarás gerði það að verkum að Valur þurfti aðeins að bakka úr pressunni og Leiknir komst betur inn í leikinn. Það var mikill hiti í þjálfarateymum beggja liða á þessum tímapunkti í fyrri hálfleiknum og þurfti að skilja menn frá fjórða dómara leiksins. Mikið jafnræði með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins þó svo að Leiknismenn hafi fengið betri færi. Það var ekki laust við að fréttaritari hefði séð svipaða leiki frá Val áður, þar sem þeir sýna ekki mikið en refsa svo grimmilega ef lið nýta ekki færin á móti þeim. Staðan þó 0-0 í hálfleik þar sem hvorugt liðið fékk virkilega gott færi. Í síðari hálfleik gerðust Leiknismenn enn aðgangsharðari og á 55. mínútu áttu þeir flotta skyndisókn. Emil Berger hóf hana með flottri sendingu inn á miðjuna á Manga sem færði boltann í fyrstu snertinu á Hjalta Sigurðarson sem óð upp kantinn. Gaf svo boltann fyrir á Manga í teignum sem átti skot með jörðinni en Hedlund náði að henda sér fyrir skotið. Flott skyndisókn sem gaf ákveðinn tón fyrir það sem átti eftir að gerast. Í kjölfarið áttu Valsmenn ágætis spilkafla án þess þó að skapa sér færi. Þeir pressuðu þó heimamenn alveg niður á eigin vítateig. En dramb er falli næst. Valur tapaði boltanum á 81. mínútu og Daníel Finns fékk boltann á vinstri kantinum djúpt á eigin vallarhelmingi. Daníel gerði sér lítið fyrir og smellti flottum bolta upp á topp á langhraðasta mann vallarins, Manga sem slapp í gegn og gerði engin mistök. Setti boltann bara í fjærhornið öruggt og staðan 1-0. Eftir markið hefði maður haldið að fjör myndi færast í leikinn en það var ekki tilfellið. Leikurinn datt niður og Leiknir sigldi sigrinum heim. Gríðarlega mikilvægur sigur Leiknis sem eru farnir að banka á efsta hluta deildarinnar. Hvað gekk vel? Varnarlína Leiknis stóð sig gríðarlega vel og hélt hættulegum sóknarmönnum Vals algerlega í skefjum. Brynjar Hlöðverson stýrði sínum mönnum eins og herforingi og miðjumenn liðsins gerðu vel í að aðstoða að ofan. Frábærlega upplagður leikur hjá Sigurði Höskuldssyni sem er heldur betur að stimpla sig inn sem alvöru þjálfari. Hvað gekk illa? Ef Leiknisvörnin voru ljón þá voru sóknarmenn Vals þægir heimiliskettir. Patrick Pedersen var ekki líklegur til þess að skora og það var sama hvaða kantmaður var inni á vellinum, það var ekkert að gerast. Tryggvi Hrafn, Guðmundur Andri og Sigurður Egill reyndu hvað þeir gátu en ógnin var hreinlega engin. Maður leiksins Maður leiksins að mati fréttaritara Vísis var Daníel Finns Matthíasson. Daníel var sívinnandi, síógnandi og var duglegur að bjóða sig í svæðum sem voru opin í pressu Vals. Fyrirmyndar leikur hjá Daníel. Manga var einnig illviðráðanlegur og fiskaði einhverjar 10 aukaspyrnur og átti í það heila mjög flottan leik eins og eiginlega allt Leiknisliðið. Hvað næst? Bæði lið eiga leik næstu helgi, sunnudaginn 15. ágúst. Leiknismenn fara í Hafnarfjörðinn og leika við FH klukkan 17:00. Sama dag fá Hlíðarendapiltar Keflvíkinga í heimsókn. Pepsi Max-deild karla Valur Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Vitum að þetta er ekkert búið“ Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals 8. ágúst 2021 19:50
Það var smávægileg gola í Breiðholtinu þegar að topplið Vals mætti í heimsókn. Fyrir leik hefðu flestir spáð Val sigri enda þeir efstir í deildinni og nýbúnir að bera sigurorð af KR, á meðan Leiknir höfðu misst sinn sterkasta leikmann, Sævar Atla Magnússon í klærnar á Frey Alexandersyni hjá Lyngby. Það var þó ekki raunin. Leiknismenn voru sterkari, klókari og fengu fleiri færi í dag og unnu verðskuldaðan sigur á daufu Valsliði. 1-0 og var það Manga Escobar sem skoraði markið í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var ágæt skemmtun. Valsmenn höfðu greinilega lagt upp að pressa fast á bakverði Leiknis og gekk það ágætlega. Leiknismenn festust aðeins niðri og þurftu að beita löngum sendingum upp kantana til þess að koma sér upp völlinn. Heimamenn tækluðu þessa taktík með því að leita stöðugt að Manga Excobar sem var oftar en ekki með svifaseinni miðverði Vals í bakinu og var á köflum að fara illa með varnarmennina sem þurftu oftar en ekki að brjóta. Þessi atburðarás gerði það að verkum að Valur þurfti aðeins að bakka úr pressunni og Leiknir komst betur inn í leikinn. Það var mikill hiti í þjálfarateymum beggja liða á þessum tímapunkti í fyrri hálfleiknum og þurfti að skilja menn frá fjórða dómara leiksins. Mikið jafnræði með liðunum það sem eftir lifði hálfleiksins þó svo að Leiknismenn hafi fengið betri færi. Það var ekki laust við að fréttaritari hefði séð svipaða leiki frá Val áður, þar sem þeir sýna ekki mikið en refsa svo grimmilega ef lið nýta ekki færin á móti þeim. Staðan þó 0-0 í hálfleik þar sem hvorugt liðið fékk virkilega gott færi. Í síðari hálfleik gerðust Leiknismenn enn aðgangsharðari og á 55. mínútu áttu þeir flotta skyndisókn. Emil Berger hóf hana með flottri sendingu inn á miðjuna á Manga sem færði boltann í fyrstu snertinu á Hjalta Sigurðarson sem óð upp kantinn. Gaf svo boltann fyrir á Manga í teignum sem átti skot með jörðinni en Hedlund náði að henda sér fyrir skotið. Flott skyndisókn sem gaf ákveðinn tón fyrir það sem átti eftir að gerast. Í kjölfarið áttu Valsmenn ágætis spilkafla án þess þó að skapa sér færi. Þeir pressuðu þó heimamenn alveg niður á eigin vítateig. En dramb er falli næst. Valur tapaði boltanum á 81. mínútu og Daníel Finns fékk boltann á vinstri kantinum djúpt á eigin vallarhelmingi. Daníel gerði sér lítið fyrir og smellti flottum bolta upp á topp á langhraðasta mann vallarins, Manga sem slapp í gegn og gerði engin mistök. Setti boltann bara í fjærhornið öruggt og staðan 1-0. Eftir markið hefði maður haldið að fjör myndi færast í leikinn en það var ekki tilfellið. Leikurinn datt niður og Leiknir sigldi sigrinum heim. Gríðarlega mikilvægur sigur Leiknis sem eru farnir að banka á efsta hluta deildarinnar. Hvað gekk vel? Varnarlína Leiknis stóð sig gríðarlega vel og hélt hættulegum sóknarmönnum Vals algerlega í skefjum. Brynjar Hlöðverson stýrði sínum mönnum eins og herforingi og miðjumenn liðsins gerðu vel í að aðstoða að ofan. Frábærlega upplagður leikur hjá Sigurði Höskuldssyni sem er heldur betur að stimpla sig inn sem alvöru þjálfari. Hvað gekk illa? Ef Leiknisvörnin voru ljón þá voru sóknarmenn Vals þægir heimiliskettir. Patrick Pedersen var ekki líklegur til þess að skora og það var sama hvaða kantmaður var inni á vellinum, það var ekkert að gerast. Tryggvi Hrafn, Guðmundur Andri og Sigurður Egill reyndu hvað þeir gátu en ógnin var hreinlega engin. Maður leiksins Maður leiksins að mati fréttaritara Vísis var Daníel Finns Matthíasson. Daníel var sívinnandi, síógnandi og var duglegur að bjóða sig í svæðum sem voru opin í pressu Vals. Fyrirmyndar leikur hjá Daníel. Manga var einnig illviðráðanlegur og fiskaði einhverjar 10 aukaspyrnur og átti í það heila mjög flottan leik eins og eiginlega allt Leiknisliðið. Hvað næst? Bæði lið eiga leik næstu helgi, sunnudaginn 15. ágúst. Leiknismenn fara í Hafnarfjörðinn og leika við FH klukkan 17:00. Sama dag fá Hlíðarendapiltar Keflvíkinga í heimsókn.
Pepsi Max-deild karla Valur Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Vitum að þetta er ekkert búið“ Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals 8. ágúst 2021 19:50
„Vitum að þetta er ekkert búið“ Daníel Finns Matthíasson átti flottan leik fyrir Leikni þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu topplið Vals 8. ágúst 2021 19:50
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti